Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Qupperneq 151
141
HITAVEITA REYKJAVÍKUR
Tölfræðilegar upplýsingar.
Skýringar við töflu.
Dálkur 2.
Frá árinu 1967 eru færðar tvær tölur í þennan dálk, fyrri talan er mæld
vatnsnotkun að frádreginni vatnsnotkun sundstaða (mæling hafin 1967) og
er sú tala notuð þegar fundnar eru einingartölur 12 og 13 dálka, síðari
talan (í sviga) er heildarmæling, sem notuð er til þess að ákveða tölur í
dálki 3.
Dálkur 6.
Fram til ársins 1962 var gjaldskrá HR þannig að einungis var tekið heim-
taugagjald af upphituðu rými húsa, óupphitað rými t.d. hlutar af kjöllur-
um og ris var því ekki á skrá Hitaveitunnar.
Dálkar 11, 12 og 13 byggjast hins vegar á brúttórými húsa í samræmi við
síðari gjaldskrár veitunnar (frá sept. 1962). Mismunurinn ca. 800.000 m^
var því áætlaður í samræmi við athugun sem Efnahagsstofnunin lét fara
fram á hlutfalli hitaðs rýmis af heildarrými húsa x borginni.
Dálkur 8.
Ibúatala í Reykjavík í árslok, er raunar fengin úr íbúaskrá pr. 1. des.
sem Hagstofan hefur látið gera og komið hefur út í maíbyrjun ér hvert,
að vísu hefur heildartala verið fengin úr sn. götuskrá sem kemur út í
febrúar. Hagstofan heíur síðan leiðrétt þessar tölur í ágúst og jafnvel
aftur í janúar að ári, einkum vegna fæðinga í nóv. og des. viðeigandi ár.
Dálkur 9.
íbúatala á hitaveitusvæðum er fengin með frádrætti úr íbúaskrá, þannig,
að íbúafjöldi þeirra húsa, sem ekki eru tengd við hitaveitu, svo og starfs-
menn sendiráða og óstaðsettir í hús, er dreginn frá heildaríbúatölu borgar-
innar. Ef leiðrétta ætti tölur í 8. dálki yrði ekki hægt að framkvæma til-
svarandi leiðréttingu hér, þar sem tala fæddra í nóv. og des. er ekki
sundurliðuð. Áhrif þessara leiðréttinga beggja, ef þær væru framkvæman-
legar, yrðu nánast engin á dálk 10.
Dálkur 11.
Breytingar þær, sem rætt var um fyrir dálka 8 og 9, hefðu hér einhver
áhrif, þó ekki meiri en svo, að ef tekið er t.d. árið 1970 og allar fæðingar
færðar á hús tengd hitaveitu, lækkaði rúmmál tengdra húsa pr. íbúa aðeins
um 2 m^, úr 157 í 155 m^.
Dálkar 12 og 13 eru hér endursamdir með tilliti til þeirra breytinga sem
gerðar hafa verið á dálkum 2 og 6.