Súgandi - 01.01.2014, Qupperneq 9

Súgandi - 01.01.2014, Qupperneq 9
9 SÚGANDI 2014 Hverra manna ertu? Faðir minn er Sturla Ólafsson frá Suðureyri og móður mín er Pálína Pálsdóttir frá Ísafirði. Fjölskylduhagir? Við Julie giftum okkur í nóvem- ber á síðasta ári eftir að hafa búið saman í 8 ár. Hún er hjúkrunakona og vinnur á spítalanum í Wyong. Við eigum 5 dætur á milli okkar. Julie á 3 dætur frá fyrra hjóna- bandi, Lauren fædd 1982, Aimiee fædd 84, og svo Grace sem er 17 ára, en heldur að hún sé 25 ára. Svo á ég mínar litlu (sem ekkert eru litlar lengur) Alísa og Kirsti, sem eru báðar fæddar 1996 og munu útskrifast í september. Á jólum og öðrum tímamótum komum við öll saman ásamt Rósemary sem er móðir hennar Julie, og er þá hægt að segja að maður sé vel í minnihluta, og umkringdur fínu kvennaveldi. Starf? Er rútubílstjóri hjá Busways og hef verið þar síðan árið 2010. Áður starfaði ég í Sydney sem verkstjóri hjá Linfox Transport í nær 20 ár. Þar sáum við um að flytja út allan bjórinn fyrir Fosters Carlton United Breweries. Hvar býrðu ? Ég flutti frá Suðureyri til Sydney í Ástralíu 1985. Er nú búsettur á McDonagh road í Wyong NSW, sem er á austurströndinni um 70 km norður af Sydney. Áhugamál ? Mótorhjól, ferðalög, silunga- veiði, botsía og útivera í góðu veðri með fjölskyldu og vinum. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Vatnadalur, Staðardalur og Gölturinn. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Ég kom síðast til Íslands árið 2012, og fórum við Julie með Reyni (bróður) og Þórhildi keyrandi vestur á Sæluhelgina, sem var alveg frábært. Uppáhaldsstaðurinn? Í Vatnadal við fallegu fljótin, og svo svæðið í kringum ána alveg niður að ósnum. Uppáhalds maturinn? Sykursteiktur silungur. Léttreyktur hamborgarahryggur og svið með rófustöppu. Og af því sæta er það kaneltertan (mömmu style). Uppáhaldstónlist? Eagles, Bob Seger, og ekki má gleyma Dansi gleðinnar með meistaranum Vilhjálmi Vil- hjálmssyni. Uppáhaldsleikari/leikkona? Sem krakki á Súganda fannst mér Nonni Kitt alltaf svo fyndinn, hvort sem var á sviði eða hinum megin við búðarborðið í Suður- veri. Svo var það Bessi Bjarna- son á unglingsárunum. Af erlendum eru skemmtilegastir báðir nonnarnir, John Cleese og John Cendy. Og leikararnir eru Robert De Niro og Liam Nee- son. Viltu deila með okkur góðri minningu frá Suðureyri? Það eru svo margar góðar minningar, hvar á maður að byrja? Mér er efst í huga lífið við bryggjurnar á sumrin. Þar gátum við strákarnir verið allan daginn að veiða, og stundum steiktum við kola á frystipönnu yfir eldi í fjörunni. Svo sátum við oft og horfðum á trillurnar koma inn fjörðinn, sumar svo drekkhlaðnar að lítið sást í þær. Eitt kvöldið eftir að Valdi hafði landað lagði hann Valdísinni við hliðina á bryggjunni þar sem við vorum að veiða, og sagðist ætla að skreppa heim. Hann var bara rétt farinn þegar við sáum kex- pakka á hillunni í stýrishúsinu. Við byrjuðum að klifra niður og það var langt að fara enda lág- flæði. Við vorum rétt komin um borð þegar við heyrðum í Valda kalla, ”Hvurn djöfulinn eru þið að gera þarna” og byrjar hann þá að hlaupa niður eftir. Það var ekkert með það, við slógum öll heimsmet við að spóla okkur upp á bryggjuna og inn á Eyrar- götuna. Við vorum sammála um það eftir á að ef Valdi hefði ekki verið í klofstígvélunum, hefðum við ekki sloppið svo léttilega. Á skothólnum Ólafur Þór Sturluson

x

Súgandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.