Röst - 01.02.1944, Page 6

Röst - 01.02.1944, Page 6
6 R 9 S T Karl Guctjónsson, kennari: ÓLEYST VERKEFBjl það er kunnara en frá þurfi að segja, að s'kólar þeir, sem annast framhaldsmenntun íslenzkrar æsku, hafa nær undantekningar- laust verið fullskipaðir mi á síðustu árum og flestir þtirra hafa alis ekki getað teki j tií námr alla þá, sem þess hafa óskað. þetta er hvort tveggja í senn: gteðilegur vottur þfss, að hin uppvaxandi kynslóð kann að meta mátt menntarinnar, og á liinn bóginn sorgleg sönnur. þess, að þjóðféiag okkar syn ir menntamálunum hvergi nærri þá rækt, sem því ber skvlda til. Menntamálin hljóta jat’nan að vera einn hyrningarsteinn hverrar þeirrar þjóðar, sein unna vill menningu og ekki lætur arka að auðnu um alla sína framtíð. En alveg sérstak- lega ætti það þó að vera keppikefli okkar ís- ler.zku þjóðar, sem byggir beinlínis tilveru- möguleika sína, sem sjálfstæðrar þjóðar, á menningti sinni, fornri og nýrri, að komandi kvnslóðir hljóti uppeldi, sem sæmandi er arf- tökum hinnar þúsund ára gömlu sögu og bók menntaþjóðar við yzta haf — þjóðarinnar, sem nú, eftir að hafa þolað cldgos, áþján og pestir öldum saman, í fyrsta sinn getur boðið börnum sínum allsnægtir. það eitt, að dyrum menntastofnananna skuli vera lokað fyrir nokkrum þeim, sem þangað ieitar, er því í raun réttri bein sviksemi við hina fornu Fjallkonu, eða landráð eins og af- brot við fósturjörðina eru venjulegast nefnd. Og síðan býður ein syndin annari heitni Fvrst einhverjir þurfa frá að hverfa, hverj- ir eiga þá að vera hinir útvöldu og hverj- um skal útskúfað? það, sem almennt er ta.ið að ætti að ráða þessu, er hæfileikinn til nárns og starfs. En því fer firnum fjarri að svo sé, þegar til kastanna kemur, nema að litlu leyti. Einkunri í váfasömu santkeppnisprófi er venjulega iátin ráða. En til þess að ganga undir slík próf þarf auðvitað undirbúning. Aðal undir- búningur þessa verður að sjálfsögðu hin al— menna barnafræðsla. En á henni er ekki betra skipulag en svo, að börnin em alvar— lega látin njóta þess eða gjalda, hvar á land- inu þau eru búsett, þannig, að í 'mörgutn hér- uðuni landsins er ekkert reglulegt skólahald, heldur aðeins eru gerðir til menn að dvelja tíma og tíma á bæ og bæ og segja bömum til, eftir því setn við verður komið á slík— utn húsgangi. Við þetta bætist svo það, að kennslustörf eru svo illa launuð, að margir þeir, sem lagt hafa í þann köstnað að afla sér hinnar lögboðnu kennaramenntunar sjá sig knúða til þess, að námi loknu að vinna fremur í arðbærari starfsgreinum, og þess- \egna er nú að starfi við kennslu fjöldi manna, spm alls enga tilsögn hafa hlotið í því að annast slík störf. En þótt þessu mikilvæga atriði væri sleppt,. fer aðstaðan við samkeppnisprófið mjög eft- ir efnahag þeirra, sem hlut eiga að máli. Ef nemandi á efnaða aðstandendur, getur hann keypt dýra tímakennslu í þeim námsgrein- um, sem hann teíur sig frekast þurfa að hressa upp á möguleika sína í. Slíkt geía hinir efnaminni auðcitað ekki veitt sér að- neinu ráði. Auðæfi þeirra, setn hlut eiga að ináli, geta þá ráðið úrslitum um það, að sá efnaði njóti ókeypis skólavistar árum saman, en sá efna- litli verði frá að hverfa og taka að mbka inold eða bera grjót á mölinni, þar, sem tekjur hans eru skattlagðar, tit þess meðal annars að standa straum af skólahaldinu, þar sein hon- um var \ísað á dyr. Fátækt þjóðarinnar hefir ef til vill ein- hverju sinni getað réttlætt það, að ekki vora til nægir framhaldsskólar, að barnaskóla vant- aði með öllu'víða um Iandið og að kennurum var ekki greitt það kaup, að þeir gætu hald- izt við í starfi sínu, en nú er engu slíku til að dreifa.

x

Röst

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.