Röst - 01.02.1944, Qupperneq 8

Röst - 01.02.1944, Qupperneq 8
8 R Ö S T Vigfú* Ólafsson, kennari: HEFJAST FLU6SAMG0N8UR? NÝIR MENN. Undanfarið hafa menn veitt ath)rgli þrenrur ungum og vasklegum mönnum, sem hafa verið á ferð hér unr eyna. þetta eru flugmennirnir Sigurður Ólafsscn, Alfreð Elíasson og Edv. Kristinn Olsen. í júní 1941 fóru þeir vestur til Kanada til flugnáms hjá Jóhannesson Flying Service Ltd. í Winnipeg. þeir hafa nú lokið námi og komu heim í 'des. s.l. Við höfunr verið svo heppnir, að þessir á- hugamenn komu fvrst hingað og dvelja hér í 'boði bæjarstjórnar meðan þeir athuga skil- yrði til flugs og vallargerðar. i FLUGVÉL. þeir félagar íestu kaup á flugvél og kemur hún sennilega hingað til lands í febrúar. Hún kostaði 54 þús. kr., en me'ð tryggingar og flutningskostnaði mun hún kosta 100 þús. hingað komin. Einnig keyptu þeir flotholt, sem er hægt að setja á vélina, svo hún geti lent á sjó. þetta er Stinson Reliant með 243 h.a. Lykoming hreyfli og getur tekið fjóra farþega sem landvél. Ef flugsamgöngur hefjast geta þeir félagar náð í aðra með litlum fyrirvara. Annars taldi Sigurður, sem ég átti aðaljega tal við, heppilegasta hér tveggja hreyíla Grumman vél, sem tekur sjö farþega og lend- ir jafnt á sjó og landi. (Er flugbátur með lendingarhjólum). Ég hefi nú aðeins stuttlega drepið á örfá at- riði þessa máls, en ég vona að aðrir verði til að gera því betri s/.il, svo að framtíð barna- leikvallarins okkar verði mun betri en fortíð' hans. S. B. FL.UGVÖLLUR. Mesta vandamálið hér í Eyjum, í sambandi við flugsamgöngur, verður vitanlega að gera góðan flugvöll. En þótt ekkert væri horft í kostnað, er ekki allur vandi úti, því að hér er um svq- sárafáa staði að ræða, sem nothæfir eru. þeir félagar rannsökuðu alla hugsanlega staði, og að áliti þeirra er aðeins einn, sem kemur til greina. það er svæðið austur af Ofr.nleiti í átt til Sæfjallskrossgötunnar, þar sem \egurinn liggur austur fyrir Helgafell. Rökin eru þessi: 1. Aðalbraut verður að liggja beint í aðal- vindátt, því að flugvélar taka sig alltaf upp á móti vindi og setjast móti vindi. A—SA átt og vestlægar áttir, sem sama braut gildir auðvitað fyrir, eru hér um 60 %. 2. þarna er hægt að fá að minnsta kosti 400 m. braut, en þær eru mjög sæmilegar fyr- ir algengar farþegaflugvélar. Lengstu brautir eru unt 700 m. 3. Vegna þess að hallar út af vellinum þarf styttri braut til að lenda og taka sig upp á, en þar sem hæðir etfu í kring. 4. þafna er bersvæðí í kring og frekar jafn- vinda en við fjöllin. 5. Möguleiki getur verið á hliðarbraut seinna, þar sem töluvert landrými er í kring. hraunið er útilokað vegna halla og hraun- dranga Og í sambandi við haugana gátu þeir þess, að ekki væri hægt að ná þar nægilega langri braut í aðalvindátt og hætt við mis- vindi. KOSTNAÐUR. En völlur þarna er óhugsandi vegna kostn- aðar, hugsa inenn. Vellir eru gerðir á þrennan hátt: púkkaðir og malarbornir, steyptir eða malbikaðir.

x

Röst

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.