Röst - 01.02.1944, Side 14
14
R ó 5 T
Fridbiörn Benónísson, kennari:
ÖRVHENT bCSrn.
Niðurlag.
Til samau.burðar og hliðsjónar verða nú
raktar i örstuttu máli helztu niðurstöður Wat-
■sions í þessu eini.
pær byggjast á rannsóknum hans á börn-
um á fyrsta þriðjungi fyrsta æfiárs þeirra.
Að hans áliti er hér ekki um meðfædda
hneigð að ræða, heldur venju, sem mynd-
ast mjög snemma. Börn á þeim aldri beita
jafnt fyrir sig hvorri hendinni sem er. I þessu
tilliíi er hann því að sumu leyti á öndverð-
um meiði við Burt, þó að úrræði þeirra
verði, í mörgum atriðum, þau sömu. En áð-
ur en að því er vikið, skal nú athugað, með
hverjum hætti slíkar venjur geta mvndazt
þá er gott að htía í hug'a þá vitneskju, að
hægri hlið iíkamans stjórnast frá \ instri hlið
heilans og vinstri hlið líitamans frá hægrí
hlið heilans. Samtímis því, sem barnið venst
á að beita meira annarri hendi og í tengsíum
við það, öðlast það aðrar venjur, t. d. varð-
andi talfæri. Watson sagir, að barn, sem
elzt upp örfhent, þar til er það hefir öðlazt
mikinri málþroska, en er síðar látið taka upp
hægri handar venjur, sé með því í mörgu til-
liti færí niður á stig smábarnsins, þar sem
það sé svift margra ára þjálfun, kannske allt
frá fyrstu bernsku.
Að sumu leyti stafar hægri handar venja af
beir.um f\rirskipunum frá samféiagsins hálfu.
haitu á steiðinni í hægri hendi, segjum við
o. s. frv. Sé að staðaldri haldið á ungbarni
á vinstri handlegg, verður hægri hönd þess
teppt, en sú vinstri frjáls, ef til einhverí þarf
að taka, sem barnið sér umhverfis sig. Hugs-
arilegt er að nokkurra áhrifa geti gætt frá
örfhentum leiksystkinum, barnfóstru, foreldr-,
tim eða öðru venzlafólki. þá eru dæmi um
það, að kennari getur síuðlað að röngum
venjum barna í þessu efni, t. d. ef hann
gætir þess ekki, að þegar hann stendur and-
spænis barnahópi, veit hægri hönd hans og
vinstri hönd barna til sömu áttar. Að líkind-
um mun það þó einkum snerta seinþroska
börn, eða vangefin, meðal mjög ungra nem-
enda.
þá er aftur komið að spurningunni: Eiga
örfhent börn að halda áfram að vera það, eða
ekki? Já og nei. Eins og áður er sagt er
það bagalegt fyrir börn og fullorðna að
vera örfhent. Aftur á móti er oft ekki áhættu
Iaust að framkvæma skiptin og ekki síður
hæpinn árangur, þar sem barnið er sviff með
því margra ára þjálfun.
Burt vitnar til orða Spearmans: “Börn,
sem eru örfhent, eiga að halda áfram að vera
það að minnsta kosti að því er skrift sr.ertir.“
Aftur á móti falla álit þeirra Burts og Wat
sons saman um þetta. Ef breytingin er gerð
meðan börnin eru nógu ung, eða áður en þau
öðlast verulegan málþroska, og sé hyggdeg-
um ráðum beitt, er hún áhættulaus. Ákveðnar
markalínur verða þó varla dregnar. Burt nefn-
ir fimm meginatriði til athugunar við slíka á-
kvörðun:
1. Hinn meðfædda styrk hneigðarinnar.
2. Aldur og festu vinstri handar venju.
3. Leikni, eða skort á leikni hægri handar.
4. Vinstri handar hneigð, með tilliti til fram-
tíðar barnsins.
5. Skiptin og þá hugsanlegu áhættu, sem
þau kunna að hafa fyrir persónuleika og
skapgerð barnsins.
Burt leggur til, að ef horfið er að því ráði,
að láta barn skipta um hönd, þá sé aðferð-
um hagað á þá leið að barnið viti sdm minnst
um skiptin, að það hafi sem minnst tækifreri
til þess að þjálfa vinstri hönd fram yfir þá
hægri bg að það sé sem mest með af fús-
um vilja.
Foreldrar, sem verða þess varir, að barn
þeirra hefir ríka tilhneigingu til að beita