Röst - 01.02.1944, Page 15

Röst - 01.02.1944, Page 15
R Ö S T 15 vinstri hendi, ættu að drfa barn sitt til að nota hægri hönd, áður en það fer að tala, t. d. rneð því, að staðsetja g'irnilega hluti hægra megin við það, þannig að aðeins verði náð til þeirra með hægri hendi o. fl. þ. u. 1. Við undirbúning og byrjun skriftar telur hann meðal annars gott, að byrja með eins- konar leikfimi beggja handa. (Mér hefir virzt gott að hafa beggja handa og hægri handar æfingar til skiptis). Síðan byrja æfingar með áhöldum. Fyrst krít og töflu. Verkefni: mynd- ir og útflúr með stórum breyfingum. Taflan sé höfð útskrifuð þegar byrjað er. Barnið byrj ar á því jað þurrka út og að sjálfsögðu með vinstri hendi. þá er því sagt að halda þurrk- unni áfram í vinstri hendi, taka krít í þá hægri og teikna. Vilji barnið skipta um hönd á krítinni, má biðja það að þurrka út og byrja aftur. þegar eiginleg skrift byrjar, eru auðveld- ustu áhöld að jafnaði krít og tafla og því næst mjúkur blýantur eða litkrít og blað; hreyfingar með handlegg eða hönd, en ekki fingrunr fyr en síðar. Letrið sé það auðveld- asta, sem hægt er: stórir upphafsstafir prent- aðir t. d. E' E I í og aðrir slíkir með beinum eða brotnum línutn. Verkeínin séuþannig smá þyngd stig af stigi. Venjuleg skrif með boga- dregnum, tengdum stöfum ketnur naumast til greina fyrr en löngu síðar, en ástæður og atvik verða að ráða því, hve lengi er dvalið við hvert stig. þolinmæði kennara verður þar nauðsynleg. Allt eru þetta aðeins dæmi um það hvernig má gera þetta. Telja má víst að hverjum ötul- um kennara sé ekki ofvaxið að finna fjölda hliðstæðra forma. Á hitt skal þó enn minnst til áréttingar, að æskilegast er, að þetta mál sé leyst áður en til skólagöngu kemur, af for- eldrum, eða þeim setn þau leita aðstoðar hjá. í þessu atriði, sem öðru, veltur ekki sízt á því uppe'.di, sem börnin fá á forskólaaldrin- um. F. Benónísson. Vestmannaeyfalýsing Niðurlag. Um hálfa mílu til norðausturs frá Heima- ey eru tvær eyjar, Bjarnarey og Elliðaey, en tii suðvesturs liggja Suðurey og Álsey. Allar eru þær grasi vaxnar. þessar fjórar eyjar eru hin helztu hlunnindi sem liggja undir Vestmannaevjajarðir, með því að bændurnir hafa fé sitt allt árið í þessum eyjum. — Auk þessara grasi vöxnu eyja, eru átta aðr- ar, sem lítið eða ekkert gras vex á, og eru þær kallaðar. 1. Hellisev, 2. Súlnasker, 3. Geldungasker, 4. Geirfuglasker, 5. Brandur- inn, C. Hrauney, 7. Hani; 8. Hæna. þessar eyjar liggja tit suðvesturs og norðvesturs frá Heimaey. Verpir á þeim mikill fjöldi af alls- kona sjófuglum, og verður minnstur hluti eggjanna eyjarskeggjum að gagni vegna hinna miklu erfiðleika á að ná þeim. í Vestmannaeyjum finnst hvorki rennandi- né stöðuvatn, nema fáir litlir brunnar, senr í safnast í rigningum, en þorna upp aftur í þurrki. Aðeins á einum stað er hægt að fá svalt vatn, sem sprettur út úr fjallinu Heima— lcletti, og láta menn undir því standa ámur og tunnur, er vatnið rennur í. þetta er þó lítið vatnsrennsti, en ágættega bragðgott. — Síðan á siðaskiptatímum hefir Vestmanna- eyjum verið skipt í tvær sóknir, nefnilega Ofanleitis og Kirkjubæjar-prestakall. þar hafa einnig verið tvær kirkjur, og á þeim báðum “beneficia,, (n.k afgjaldslaus jörð fyrir prest- inn) á fyrri öldum, og er ennþá hægt að sjá minjar þess. — En núna eru guðsþjónustur aðeins haldnar í einni kirkju, til skiptis af

x

Röst

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.