Röst - 01.02.1944, Page 17

Röst - 01.02.1944, Page 17
R ö S T 17 báðum prestunum, og er kirkju þessi kölluð Lar.dakirkja. Var hún nýlega endurbyggð 1627, er árás Tyrkja bar við í Vestmannaevj- um. og kirkja þessi var brennd. Einn þingstaður er á eynni, sem vcnjulega er kallaður Vestmannaeyjaþingstaður, en að fornu Hvítingaþing, og dró hann nafn sitt af tveimur hvítleitum steinum, sem eru þar. — Beztu hafnir í evjunni eru þrjár. Tvær þeirra erti ekki öruggar nema fyrir fiski- báta í kyrru veðri. — þriðja höfnin er á— ágæt, en innsiglingin nokkuð þröng. Úr norð- austri leiðir hið mesta britn inn á hana, vegna þess að höfnin liggur frá austri tii vesturs inn í Heimaey. Innan við Höfnina er hinn mikli sand-Botn (Sand-bodn), sem ennþá stækkar árlega og daglega í stormum, og brotnar mikið af graslendinu, sem ekki virð- ist hægt að draga úr með nokkru manntegu ráði. — Norðan megin hafnarinnar eru hin þrjú stóru fjöll, Heimakfettur, Miðklettur og Yzti- ktettur, en sunnanmegin Skansinn og dönskuhús, er standa fast við sjóinn. í kring- um hús þessi og graslendið, sem þeim heyrir tii, eru garðar ejngöngu úr grjóti. Aðrar jarð- ir, sem tnenn bvggja, liggja nokkru lengra frá sjávarströndinni og hærra á eynni, og er þar kallað fyrir ofan Hraun og hrir neðan Hraun. — Bændabýiin eru 23 að tölu, og eru ölt girt með gorðum úr torfi og grjóti. I Vestmannaeyjum er ekki hægt að telja marga hina nytsömustu hluti og góð hl'unn- indi: Málma eða slíka gróðavænfega hluti verður livergi vart við. — Fiskveiði var að fornu mjög góð, en hefir rýrnað mikið síð- astliðin 14 ár. — Allmikinn rekatið hefir sjórinn borið þangað að fornu, en núna mjög fá tré og slæm. Einkum er það sjófugl og egg, sein fólkið i eynni færir sér í nyt, eu missir oft og tíðum lífið við að afla þess. — Eyjarnar eru alistaðar mjög óslétt- ar og blásnar, svo að hvorki er hægt að nota þar léttikerrur eða vagna. — Hesta, kýr og sauðfé mega menii ekki hafa í cynni, ,i nema eftir sérstakri (ákveðinni) og gamalli venju, t. d. hver bóndi 1 — 2 kýr, 1—2 hesta, sé það fleira er það aftekið. Bænd- urnir eru núna 52 að tölu, og greiða aðeins 5 af þeim skatt. Hinir eru mjög fátækir og vesælir. Lausamenn eða ffakkarar eni þar ekki, nema þegar þeir koma úr Skaftafells- eða Rangárvallasýslu á vetrum til fiskveiða, — ög fara síðan burtu aftun í maí eða júní. Verzlun er í eynni allt árið, en þó mest að haustinu, þegar fólk kemur frá meginlandinu. það sem erfiðast er við eyna, eru hin tíðu og langvarandi briin við meginlandið, þangað sem íbúarnir verða óhjákvæmilega að leita síns be zta lífsviðurværis, eins og smjörs, kjöts, skinna og flest allra lifandi skepna, sem til eyjarinnar koma, og bíða margir mik- ið tjór. vegna þessara erfiðleika. — Að því er viðkemur veikindutn fólks, þá er hér til fólk raeð sæmilegri heitbrigði og styrkleik. — Oft ber við á vertíðum og vor- in, að fólk fær sár og bletti á handleggi, hendur og fingur, og þjáist það mikið af þessu unz það verður heilbrigt aftur. — Venjulega eru þar etnn — tveir hofdsveikir menn, sent njóta framfæris af tíundrnni og fá- tækratillaginu. — Ekki eru þar viflimenn. (!!) Óteljandi fjöldi er þar af allskonar fugluin, s. s. örnum, hröfnum, smyrlum og stundum fálk um, auk attslconar sjófugla, sem vanir eru að koma til íslands. — Svanur 'og grágæs sjást þar sjaldan. Tigiðborið fótk eða aðats- fólk hefir ekki búið í Vestmannaeyjum, svo menn hafi fullkomna vitneskju um, nema hin- ir svonefndu umboðsmenn í hinum danska Garði. Meðal þeirra var hinn merki maður Hans Nansen, sem sagt er, að fyrstur hafi bvggt og kostað bygging Skansins, og stend- ur nafn hans höggið í tré yfir vesturhliði Skansins. Tveir prestar hafa alltaf verið í Vestmanna- eyjum síðan um siðaskiptin, og einn sýslu- maður hefir síðan á tímum Kristjáns IV., 1635, haft eftirtit í eynni, en hefir þó ekki alltaf búið þar. —

x

Röst

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.