Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Síða 71
57
AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR 1984 - 2004.
Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004 var staðfest af félagsmálaráðherra
27. júlí 1988 og formlega útgefið á 202. afmælisdegi Reykjavikurborgar
18. ágúst 1988.
Aðalskipulagið er 200 blaðsiðna litprentuð greinargerð sem skiptist i
18 kafla og landnotkunarkort. Auk þess fylgja aðalskipulagi þrjú
"þemakort", sem sýna æskilega reitanýtingu, aðalgatnakerfi og áætlaða
notkun opinna svæða. Þessum gögnum er öllum komið fyrir i blárri
öskju. Það er eingöngu greinargerðin og landnotkunarkortið sem eru
staðfest. Aðalskipulagið er i meginatriðum stefnumörkun borgar-
stjórnar Reykjvikur varðandi landnotkun, umferðarkerfi og þróun
byggðar á skipulagstimabilinu.
Aðalskipulagið var unnið á Borgarskipulagi á árunum 1984 til 1988. í
tengslum við skipulagsvinnuna voru haldnir margir kynningar- og
samráðsfundir með borgarfulltrúum, embættismönnum og öðrum hagsmuna-
aðilum.
Fyrsta bandrit að greinargerð var sent borgarfulltrúum i april 1986.
Borgarstjórn samþykkti aðalskipulagstillöguna til kynningar fyrir
almenning 2. april 1987. Aðalskipulagsgögnin voru siðan kynnt
almenningi á sýningu að Hallveigarstig 1, 24. júni til 23. september
1987. Á fundi borgarstjórnar R.eykjavikur 21. janúar 1988 var
aðalskipulagið samþykkt.
Til þess að tryggja sem best, að þetta aðalskipulag nýtist sem best
sem stjórntæki, var áhersla lögð á tiltölulega stutta og hnitmiðaða
greinargerð, skýra markmiðssetningu og þemakort um einstaka þætti i
aðalskipulaginu. Auk þess er á bakhlið landnotkunarkortsins prentaður
útdráttur, þar sem fram koma mikilvægustu þættir aðalskipulagsins.
I framhaldi af þessu aðalskipulagi er unnið að hverfaskipulagi fyrir
niu borgarhluta i Reykjavik. Tvö hverfaskipulög bafa verið gefin út,
fyrir borgarbluta 4 (Laugarnes, Vogar o.fl. hverfi) og borgarhluta 5
(Háaleitis-, Bústaða- og Fossvogsbverfi). Nú er unnið að bverfa-
skipulagi fyrir gamla bæinn. Hlutverk hverfaskipulags er að kveða
nánar á en gert er i aðalskipulagi um helstu skipulagsþætti einstakra
borgarhluta. Meginhlutverk þess verður þvi að veita ibúum
borgarhlutans upplýsingar um skipulag og áætlaðar framkvæmdir i
nánasta umhverfi þeirra og að vera leiðbeinandi fyrir deiliskipulag.
Til þess að tryggja að þróun byggðar i borginni á hverjum tima verði
sem best i samræmi við aðalskipulagið, er stefnt að þvi að endurskoða
það i upphafi hvers kjörtimabils, i fyrsta skipti árið 1990.
Hafi litlar breytingar orðið á áætlunum aðalskipulagsins frá siðustu
endurskoðun, er nægjanlegt að gera grein fyrir þeim á nýju skipulags-
korti. Á framhlið kortsins skal sýna landnotkun og gatnakerfi, en á
bakhlið þess verði i texta og skýringarmyndum gerð grein fyrir
áætlunum aðalskipulagsins og breytingum á landnotkun og gatnakerfi.
Endurskoðun aðalskipulagsins mun þvi verða mun einfaldari en verið
hefur, það er útgáfa á nýju skipulagskorti með breytingum á fjögurra
ára fresti.