Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Blaðsíða 231
48. gr.
Við lögin bætist ný grein er verður 83. gr. og orðast svo:
Sveitarfélög greiða stofnkostnað grunnskóla, sbr. 23. gr. Jafnframt falla úr gildi að því er
tekur til grunnskóla ákvæði laga nr. 49/1967, um skólakostnað. Þó skulu haldast ákvæði þeirra
laga um verðtryggingu stofnkostnaðarframlaga ríkissjóðs að því er tekur til framkvæmda sem
fuilgerðar voru eða hafnar í árslok 1989. Menntamálaráðuneytið setur reglur um lágmarks-
stærð grunnskólahúsnæðis og búnað þess.
VII. KAFLI
Um breytingu á íþróttalögum, nr. 49/1956, með síðari breytingum.
49. gr.
í stað 5.-10. gr. í II. kafla Iaganna kemur ein ný grein, sem verður 5. gr., en töluröð
greina, sem á eftir koma, brevtist til samræmis við það. Greinin orðast svo:
Bygging íþróttamannvirkja í þágu skóla og til almenningsnota er í verkahring sveitarfé-
laga.
Sveitarstjóm veitir byggingarstyrki til íþróttafélaga og íþróttasamtaka eftir því sem
ákveðið er í fjárhagsáætlun sveitarfélags.
Alþingi veitir árlega fé í sjóð sem nefnist íþróttasjóður. Fé úr sjóðnum skal veita til
bygginga íþróttamannvirkja á vegum félaga sem um getur í 2. mgr. íþróttanefnd gerir tillögur
til fjárveitinganefndar um skiptingu fjárins.
í reglugerð, sem menntamálaráðunevtið setur, að höfðu samráði við íþróttanefnd og
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, skal m.a. ákveða nánar um skilyrði fyrir opinberum
styrkveitingum, rekstur og afnot mannvirkja sem njóta styrks.
50. gr.
Fyrirsögn II. kafla laganna verði: Um byggingarstyrki.
VIII. KAFLI
Um brevtingu á lögum nr. 107/1970, um félagsheimili,
með síðari breytingum.
51. gr.
í stað 2., 3. og 4. gr. laganna kemur ein ný grein, sem verður 2. gr., en töluröð annarra
greina breytist samkvæmt þvr. Greinin orðast svo:
Sveitarstjórn veitir byggingarstvrki til félagsheimila eftir því sem ákveðið er í fjárhags-
áætlun sveitarstjórnar. Samþykki sveitarstjórnar skal liggja fyrir áður en framkvæmdir
hefjast.
52. gr.
5. gr. laganna, sem verður 3. gr., orðast svo:
Eigendum félagsheimila, sem notið hafa byggingarstyrks frá ríki eða sveitarfélagi. er
skylt að heimila öðrum félögum. sem falla undir 1. gr., afnot af húsinu gegn hæfilegu gjaldi ef
það fer ekki í bága við notkun þeirra sjálfra. Rísi ágreiningur um rétt til afnota af félagsheimili
eða um eðlilegt leigugjald skulu hlutaðeigandi sveitarstjórnir skera úr.
53. gr.
6. gr. laganna, sem verður 4. gr., orðast svo:
Óheimilt er að selja félagsheimili. sem styrkt hafa verið af ríki eða sveitarfélagi, án levfis
menntamálaráðherra og hlutaðeigandi sveitarstjórnar. Óheimilt er að veðsetja félagsheimili,
sem styrkt hafa verið, nema fvrir láni til greiðslu byggingarkostnaðar eða til endurbóta á
eigninni.