Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Blaðsíða 260
246
II. Mannfjöldl á landinu fyrrum og nú.
Fólkið sem flutti sig hingað til lands 874 og siðar, og bjó sjer
fririki með einu löggjafar- og dómþingi fyrir alt landið, hafði snemma
meðvitund um sig eins og sjerstaka þjóðarheild. Þess vegna eru ýmsar
þær upplýsingar til frá fornöldinni, um þjóð vora og hagi hennar, sem
aðrar þjóðir hafa ekki haft eða hafa týnt aftur. Annað atriðið i þessu
máli er, að íslendingar færðu i sögur flest sem við bar, bæði hjer
heima og á Norðurlöndum. Meðal fólksins voru ávalt vakandi menn á þeim
timum, þegar aðrar þjóðir - utan Rómaborgar einnar svo að segja - áttu
naumlega nokkurn mann, sem var andlega að verki. Af þessum upplýsingum
leiðir, að við vitum meira um fornöldina, en flestar aðrar þjóðir i
þessari álfu vita nú i dag.
Af ýmsum upplýsingum frá elstu timvun, hefur prófessor Björn
M. Ólsen reynt að reikna út mannfjöldann á landinu, útreikningarnir eru
ekki annað en getgátur, en tveir af þeim ætla jeg að sjeu mjög nærri
sanni, og að minsta kosti hafi ekki verið fleira fólk á landinu, en
hann segir. Ein af þeim áætlunum um mannfjöldann, þegar íslendingar
gáfu Eyvindi Finnssyni feldardálkinn að launum fyrir lofdrápuna, er
siður ábyggileg en hinar. Prófessorinn telur mannfjölda á landinu
þannig:
Árið 965 (feldardálksáætlunin)
60000
1096 (Bændatal Gizurar biskups þeirra er þingfararkaupi áttu
að gegna)
77520
1311 (skattbændatal sama ár)
72428
1402 kemur "Svarti dauði" og með honum ákaflegur manndauði, sem
liklegast hefur kostað þriðja hvert mannsbarn á landinu lifið. í
strjálbygðu landi fellur færra fólk i drepsóttum, en þar sem þjettbýlið
er. Hafi fólksfjöldinn verið 72000 manns 1402, eða litið meira, er
liklegt að "fyrri plágan" hafi komið mannfjöldanum hjer niður fyrir
50000 manns, og að "siðari plágan" árin 1492-95, sem var skæð bólusótt,
hafi felt annað eins og hin fyrri.
Eftir 1670 vita menn oft með nákvæmni, hve margt fólk hefur verið á
landinu. Milli 1670-80 hefur manntal Þorleifs lögmanns Kortssonar
farið fram, þótt handrit af þvi sje ekki til svo menn viti. Hannes
biskup Finnsson sýnir fram á að það komi mjög vel heim við manntalið
1703. Þó er það fólksfjöldinn einn sem það gjörir. Heimilatalan
sýnist annaðhvort hafa verið of lág hjá lögmanninum, eða þá að Jón
sýslumaður Jakobsson hefur ekki munað hana eins nákvæmlega og
fólksfjöldann. Heimilatalan hefði átt að vera nær 7500 en 7000, eða
svo sýnist nú. Liklegt er að einhverjum þyki of djúpt tekið i árinni,
að kalla manntal þetta áreiðanlegt, þvi það er skrifað upp eftir minni
Jóns sýsliamanns. En hvernig er íslendingabók Ara fróða til orðin?
Mest af henni er skrifað upp eftir minni eldri manna er söguritarinn
hefur talað við. Mannfjöldi á landinu var