Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1989, Blaðsíða 259
245
1907 gaf Hagstofan í Kaupmannahöfn út útdrátt úr Landshagsskýrslum
vortrai, sem eiginlega átti að vera einskonar handbók fyrir danska
þingmenn. Rikisþingið hafði veitt 7000 kr. til útgáfunnar. Ritið
heitir: "Sammendrag af Statistiske Oplysninger om Island" og eru 72
siður. Það er snildarlega samið, og hvergi er hlaupið yfir neitt frá
síðari árum, sem hjer hefur verið gefið út. í formálanum fyrir þvi er
sagður kostur og löstur á Landshagsskýrslum vorum. Jeg vil visa til
þess dóms, i stað þess að fara að dæma um skýrslurnar eftir 1875
sjálfur. En vil að eins geta þess, að fyrir þá borgun, sem fengist
hefur fyrir vinnuna, er ekki unt að fara út i neinar verulegar
hagfræðilegar ransóknir. Það hefði verið sama sem að vinna fyrir
ekkert. Fjárveitingarvaldið hefur að minsta kosti fengið svo góðar
skýrslur fyrir framlög sin, sem það gat búist við að fá.
Margur maðurinn álítur að hagskýrslugjörð sje mesta leiðindaverk,
en það er alls ekki svo, þegar sá sem verkið vinnur, fer að sjá lifið,
sem liggur falið bak við tölurnar. Verkið er þá líkast vinnu
læknisins, sem þreifar á lifæðinni til að kynna sjer ástand þess, sem
hann er sóttur til. Sá er einn munurinn, að hagfræðingur þreifar á
lifæð þjóðarinnar, til þess að komast fyrir, og skýra frá þvi, hvernig
henni liði. Það vekur gleði ef ástandið er gott, en hrygð sje það ilt.
Frá 1880 til 1912 eru það ein tvö timabil, en bæði stutt, sem vakið
hafa áhyggjur hjá þeim, sem fengust við hagfræði landsins; það eru árin
1886-88, sem voru endirinn á sjö hörðum árum, og 1896 og '97, fyrstu
árin eftir að Englendingar bönnuðu innflutninginn á lifandi fje hjeðan,
því fjársalan var einhver sú tekjugreinin af landbúnaðinum sem borgaði
sig best. Eftir hallærið milli 1882-87 rjetti landið við aftur á
þremur árvim, og aðflutningsbann Englendinga leiddi til stofnunar á
smjörbúum, sem hafa orðið góð tekjugrein fyrir landbúnaðinn.
Þegar "Hinn mikli sonur mikla föðursins", svo var Hannes Finnsson
nefndur, fjekst við "mannfækkun af hallærum", þá horfði hagfræði
landsins oftast aftur i timann. Um framtiðina gerðu menn sjer litlar
vonir eftir Reykjarmóðuharðindin. Biskupinn misti samt aldrei móðinn
og gerir sjer vonir um að landslýður verði aftur 50000 manns.
Hagskýrslur Bókmentafjelagsins horfðu mjög aftur i timann framan af,
eins og fræðimönnum er titt, siðan telja þær fram rólega, hvernig þetta
sje i ár, og hvernig það hafi verið i fyrra, og þar við situr. Um
ókomna timann hafa fæst orð minsta ábyrgð. Siðustu ára skýrslur taka
skýrslur frá liðnum timum til þess að sýna vöxtinn og viðganginn á
landinu í öllum greinum, og til þess að gefa vonir um enn glæsilegri
tima en nú lifum við á. Nú er horft i móti framtíðinni. Hannes
Finnsson hefur vist vonað að lifa það, að íslendingar yrðu 50000 manns.
Nútima hagfræðingar tala um hvenær íslendingar verði 100000 manns og
imynda sjer, að það verði nálægt 1928. Alt hefur aukist og svo að
segja margfaldast hjer á landi. Landsmenn eru ekki lengur varnarlaus
hjörð fyrir hallærum. Innlend stjórn og innlend fjárráð geta mýkt þau
og bætt úr þeim. - Samgönguleysið er að mestu leyti horfið, en af þvi
kom hungrið áður i einstökum landshlutum bæði hjer og annarsstaðar.
Drepsóttir getum við stöðvað, það hefur reynslan sýnt, svo mikla
mannfækkun af þeim er naumast að óttast. Útflutningur á fólki eru
komnir i rólegan farveg, og Kanada er mjög byggt, og lokkar ekki eins
mjög og áður, þess vegna er óliklegt, að fólksflutningarnir verði
miklir hjeðan fyrst um sinn. "Tiðin er að hafa fataskifti", og við
vonum að nýju fötin taki gömlu fötunum fram. 0g timanum, sem var
genginn úr liði, hefur verið kipt i liðinn aftur.