Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1993, Blaðsíða 13
IX
FORMÁLI
Það væri að æra óstöðugan að rekja áhrif allra breytinga, sem gætt hefur í Reykjavík
og nágrenni síðan endurútgáfa Árbókar Reykjavíkur hófst árið 1973. Engu að síður
hefur markmiðið með útgáfunni frá upphafi verið að birta árlega hagnýtt safn
upplýsinga um þá þætti, sem þykja skipta mestu máli í borgarrekstrinum hveiju sinni.
Þetta hefur að sumu leyti tekist bærilega, en að öðru leyti miður. Talnaraðirnar í
útgáfuröð árbókarinnar gefa viðunandi yfirlit yfir íbúafjöldann, ástandið í
húsnæðismálum og almennar breytingar í verðlagsmálum svo einhver dæmi séu tekin.
Aftur á móti hafa upplýsingamar um atvinnu- og samgöngumál frá upphafi verið mun
brotakenndari og ekki hefur tekist að gera nýjum viðhorfum og viðhorfsbreytingum hin
minnstu skil. Úr þessu þarf að bæta, hvernig svo sem það verður gert.
Það lætur að líkum, að gömul hugtök hljóta að glata merkingu sinni og þörf er á nýjum
í þeirra stað, ef þjóðfélagsbreytingamar eru jafn örar og af er látið. Fæstum blandast
raunar hugur um, að breytingamar verði örari með hverju árinu sem líöur, en margir ala
á vaxandi efasemdum um, að þorra manna takist að bregðast nógu fljótt við nýjum
aðstæðum. Því örari sem breytingarnar verða þeim mun meira ríður á því, að
samfélagið sé búið undir óvissa framtíð með ábendingum um líkleg áhrif af nýjustu
greinanlegu fyrirbæmm samtímans. Á þessu sviði er mikið verk að vinna og hvergi er
brýnni þörf á nýjum skilgreiningum og nýjum hugtökum. Þar skipta staðreyndir
fortíðar oft minna máli, en greining samtímafyrirbæra vegna þess, að fremur má búast
við slitróttri þróun en samfelldri á tímum örra breytinga. Viðleitni mannkyns hefur
löngum beinst að því að draga úr óreiðu og skapa festu, en oft má lítið út af bera til
þess að út af bregði eins og dæmin sanna.
Þjóðfélagslegar hræringar í heiminum um þessar mundir gefa eindregið til kynna, að
dregið hafí úr þeirri festu og því öryggi, sem uppkomnir Vesturlandabúar hafa átt að
venjast. Því má hinsvegar ekki gleyma, að svo fremi sem óreiða á tímum mikilla
breytinga fer ekki úr böndunum, má gera ráð fyrir margvíslegum nýjum tækifærum til
framfara. Slík tækifæri nýtast þeim samfélögum best, sem hafa skilning og tök á því að
greina og bregðast við afleiðingum slitróttrar eða ójafnrar þróunar atvinnuhátta og
lífskjara í stað þess að eyða orkunni í að halda í það, sem áður mátti reikna með á
grundvelli samfelldrar þróunar.