Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1993, Blaðsíða 219
203
BÍLASTÆÐASTÓÐUR.
Stöðumælar og gjaldskrárbrevtingar frá 1. janúar 1988.
Gjaldskrárbreyting, sem hafði verið samþykkt í borgarráði 18. desember 1987, tók
gildi 1. janúar 1988. Gjald fyrir 30 mínútur hækkaði úr 20 kr. í 50 kr., gjald fyrir 60
mínútur hækkaði úr 30 kr. í 100 kr. (2 x 50). Aukaleigugjald hækkaði úr 300 í 500
kr. og nefnist nú aukastöðugjald. Gjald í stæðasjálfsala hækkaði úr 30 kr. á klst. í
50 kr. á klst. Nokkur óánægja kom fram hjá fólki vegna þessara hækkana og herts
aðhalds. Því var það að 5. júlí 1988 var samþykkt í borgarráði sú tillaga
borgarstjóra, að þeim stöðumælum sem voru með 1/2 klst. hámarkstíma skyldi
breytt þannig, að hámarksgjaldtími yrði 1 klst. eins og á öðrum stöðumælum í
borginni. Gjald í stöðumæla yrði eftir sem áður kr. 50 á klst., en gilti fyrir 1 klst. í
stað 1/2 klst. áður. Einnig að væri aukastöðugjald, sem var 500 kr. greitt áður en 3
virkir dagar eru liðnir frá dagsetningu álagningarseðils, fái greiðandi afslátt, þannig
að greiða skyldi 300 kr. Sama gildi um stöðubrotsgjald. Séu gjöld þessi hinsvegar
ekki greidd innan tveggja vikna komi á þau 50% álag og beitt verði þeim álögum,
sem lög leyfa.
Hinn 28. nóvember 1989 var ákveðið í borgarráði að lengja hámarkstíma úr 1 klst. í
2 klst. á 227 gjaldreitum í nokkrum götum. Hugmyndin á bak við þessa breytingu
var sú, að færri ættu að falla á tíma en áður. í júlímánuði sama ár hafði komið til
framkvæmda sú breyting á C-gíróseðlum að greiða beri stöðvunarbrotagjöld fyrir 7.
dag næsta mánaðar eftir álagningu gjaldsins, en var áður innan tveggja vikna frá
álagningu, en gjaldið hækkaði ella um 50%.
Haustið 1990 ákvað borgarráð, að gjaldskyldutími í stöðumæla skyldi vera í
tilraunaskyni frá kl. 10.00-18.00 frá 15. október 1990 til 15. febrúar 1991 í stað frá
kl. 09.00-18.00. Nokkru síðar ákvað borgarráð að gjaldskyldan skyldi vera frá kl.
10.00-16.00, þ.e. í sex klst. í stað níu á árunum á undan.
Þann 1. mars 1992 breyttist síðan gjaldskylda og varð nú frá kl. 10 - 17.
Gjaldskylda bílastæðishúsa og opinna bílastæða með gjaldtökubúnaði var hins
vegar ákveðin frá kl. 9 - 18.
íbúakort tóku gildi 1. mars 1992 og kostar árskort 5.000 kr. og gildir á öllum
stöðumælum í einu af þremur svæðum, þ.e. vestan Kvosar, sunnan Laugavegar og
svo norðan Laugavegar. íbúakortin gilda þó ekki á Laugavegi og í sjálfri Kvosinni,
né heldur í bílastæðahúsunum.
Þá voru teknir í notkun 14 miðamælar á árinu 1992, og koma þeir yfirleitt í stað
stöðumæla, utan 2 mælar í Kringlunni og 3 mælar við Tjarnargötu, en á hvorugum
staðnum var gjaldtaka áður.
Engar breytingar urðu á gjaldskyldu í stöðumæla frá sept. 1992 til sept. 1993.