Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1993, Blaðsíða 149
133
2. Stjórnin leggur fram til staðfestingar rekstrarreikning félagsins fyrir hið liðna ár
og efnahagsreikning þess í árslok, ásamt athugasemdum endurskoðanda og
svörum stjórnarinnar við þeim, ef því er að skipta.
3. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnar, hvernig fara skuli með hagnað eða tap
félagsins á reikningsárinu og framlög í varasjóð.
4. Kosin stjórn fyrir félagið.
5. Kosnir tveir endurskoðendur til eins árs í senn og skal annar þeirra vera löggiltur
endurskoðandi. Endurskoðendur má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða
starfsmanna félagsins.
6. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins, varastjórnar og endurskoðenda.
7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál, sem löglega eru upp borin.
13. gr.
Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu kjörinna endurskoðenda
eða hluthafa sem ráða a.m.k. einum tíunda hluta hlutafjár í félaginu. Skal krafan
skriflega gerð og fundarefni tilgreint og fundur boðaður þá innan fjórtán daga. Ef
stjórnin skirrist við að boða fund eftir móttöku slíkrar kröfu má leita atbeina ráðherra
skv. 70. gr. 1. 32/1978. Á aukafundi verður aðeins tekin ákörðun um þau mál, sem
nefnd hafa verið í fundarboðinu.
14. gr.
Stjórn félagsins skal boða til félagsfunda með minnst viku fyrirvara með tilkynningu
til hvers hluthafa í ábyrgðarbréfi, símskeyti eða á annan sannanlegan hátt. Dagskrá
skal jafnan greina á fundarboði.
15. gr.
Félagsfundum stjórnar kjörinn fundarstjóri. Skal hann í upphafi fundar láta kjósa
fundarritara. Fundarstjóri sker úr öllu, sem snertir lögmæti fundarins, samkvæmt
ákvæðum félagslaganna. Hann stjórnar umræðum og meðferð mála á fundum og
atkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðslur skulu jafnan vera skriflegar, ef einhver
fundarmanna krefst þess.
16. gr.
Afl atkvæða ræður úrslitum á félagsfundum. Samþykktum félagsins má aðeins breyta
á hluthafafundi og verður breytingartillaga því aðeins gild, að hún hljóti samþykki
minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða svo og samþykki hluthafa er ráða yfir minnst 2/3
hlutum þess hlutafjár, sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum.
Samþykki allra hluthafa þarf til þess:
a. að skylda hluthafa til að leggja fram fé eða annað í félagsþarfir fram yfir
skuldbindingar sínar,
b. að takmarka heimild manna til meðferðar á hlutum sínum,
c. að breyta tilgangi félagsins að verulegu leyti,
d. að breyta ákvæðum samþykktanna um atkvæðisrétt, um forréttindi, sem kunna
að fylgja hlutum í félaginu, eða hlutdeild manna í því eða jafnrétti hluthafa sín á
milli,
e. að skylda hluthafa til þess að þola lausn á hlutum sínum að einhverju leyti eða
öllu, nema félaginu sé slitið eða hlutafé þess löglega fært niður.