KFS-blaðið - 01.11.1941, Blaðsíða 3

KFS-blaðið - 01.11.1941, Blaðsíða 3
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ Nokkur orð um kaupfélö Einhver merkilegasti þátturinn í íslenzkri verzlunarsögu hefst með stofnun kaup- félaganna. Samvinna manna um kaup á þurftarvörum sínum og sölu framleiðslu- varanna hlaut að verða afleiðing hinnar miskunnarlausu framkomu einokunar-kaup- mannanna, sem söfnuðu fé og fitu, meðan þegnar þjóðfélagsins lifðu við sult og seyru. Annan kost vænni áttu landsmenn ekki, en að kaupa þær vörur, sem kaupmaður- inn hafði á boðstólum, oft skemmdar, en seldar rándýru verði. Greiðslan á úttektinni fór svo vanalega fram þannig, að kaup- maðurinn tók af viðskiptamanninum fram- leiðslu hans, eftir sínu eigin mati og verð- lagningu. Það var því engin furða, þótt hugsandi mönnum þeirra tíma þætti dimmt framundan í verzlunarmálunum, og örvæntu um framfarir lands og þjóðar, meðan hún byggi við slík kjör. Þessum mönnum var það augljóst, að verulegar efnalegar fram- farir og aukin velmegun almennings væri undir því komin, að samvinnufélagsskapur risi upp í sem flestum greinum. Þingeyingar riðu fyrstir á vaðið, með stofnun Kaupfélags Þingeyinga fyrir 59 árum síðan. Á 59 árum, þó ekki geti tal- izt langur tími, hefir margt gerst í sam- vinnumálum okkar. Kaupfélögin og pönt- unarfélögin þutu upp hvert á fætur öðru, með þeim hraða er bezt verður vart, þeg- ar fjöldinn leggst á eitt og veitir góðu málefni liðsinni sitt með virkri þátttöku. Það var því engin furða, þótt kaup- mönnunum, sem nú þurftu að taka upp baráttu um verzlunina, stafaði beygur af þessum samtökum neytendanna. Allskonar meðul voru notuð til þess að hafa deyf- andi áhrif á fyrirtækin. Kaupfélagið okkar er að visu ekki stofnað á þeim hörmungartímum, sem brautryðjendurnir höfðu við að stríða, enda voru þá kaupfélögin orðin all út- breidd um landið, og allgóð reynsla feng- in á kostum þeirra. Engu að síður sáu þeir, sem stóðu að stofnun þessa félags árið 1929, þörfina á því, að starfækt. væri kaupfélag hér í Siglufirði. Strax fyrsta ár- ið sem félagið starfaði, komst meðlima- tala þess upp í 63 og hefir vaxið jafnt og þétt síðan. Mest var fjölgunin árin 1937 og 1938, og hækkaði þá um 168 meðlimi á þeim tveim árum. Nú telur K. F. S. 464 félaga og er með því orðið eitt af stærstu neytendafélögum landsins. Ár frá ári hafa sjóðir félagsins hækkað og eignir félagsins aukizt, en félaginu hefir áunnizt meira en að gera sinn hag fjárhagslega góðan. Með samtökunum var einnig kleift að lækka vöruverðið og halda því niðri. Það er að vísu rétt, að sumar verzlanir hafa streitzt við að selja eina til tvær matvöru- tegundir neðan við búðarverð kaupfélags- ins, í því augnamiði, að draga viðskipti; til sín ef þess væri kostur, en fyrir slíkan stundarhag mega félagsmenn ekki láta ginnast, og ekki loka augunum fyrir því, að kaupfélagið heldur niðri vöruverðinu í bænum og dregur úr gróðabralli einstakl- ingsverzlunarinnar. Það er þvi engin furða, þótt kaupmönnunum standi stuggur af neytendahreyfingunni og bjóði almenningi allskonar tylliboð, lágt verð á einstökum vörutegundum, lán um lengri tíma, pró- sentur o. s. frv. En hvernig færi þá um fyrirtæki kaupfélagsmanna, ef þeir yfirleitt létu prang og prútt kaupmennskunnar hafa áhrif á sig, fremur en viðskiptaréttlæti sinna eigin samtaka. Verðsamanburður er góður, hann getur jafnvel verið nauðsynlegur, en eigi hann að vera sannleikanum samkvæmur, verður 3

x

KFS-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: KFS-blaðið
https://timarit.is/publication/1830

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.