KFS-blaðið - 01.11.1941, Síða 7
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ
haft allríflegan beinan hagnað af viðskipt-
um sínum við félagið, auk hins óbeina
hagnaðar, er hann og hundruð annara
njóta með baráttu kaupfélaganna fyrir því
að halda niðri vöruverði, og skapa sann-
virði vörunnar, hvert á sínum stað.
Fyrirspurn.
Á framhalds-aðalfundi K. F. S. gat einn
fundarmaður þess, að honum hefði einu
sinni verið neitað um úttekt út á vöru-
ávísanahefti í matvörudeild félagsins. Þar
sem mér finnst þetta einkennilegt fyrirbrigði
iangar mig að biðja blaðið að segja mér
hvernig á þessu stendur.
Fundarmaður.
Framkvæmdastj. svarar þessu þannig:
Mjólkursamlag KEA hafði efnt til svo-
kallaðrar ostaviku, til þess að gefa bæjar-
búum kost á ódýrum ostum og jafnframt
til þess að auglýsa framleiðslu sína. Voru
ostarnir seldir í umboðssölu, og var út-
söluverð það sama og heildsöluverð. Verzl-
anir þær, er sáu um söluna, fengu lítils háttar
þóknun í sölulaun. Þess má geta, að
Kaupfélag Síglfirðinga gaf þá 5 prc. afsl.
i matvörudeild gegn peningagreiðslu og
gilti það jafnt um ávísanahefti, sem greidd
voru strax eða innan eins mánaðar tíma,
samkvæmt útlánareglum félagsins,
Þegar nú þessi félagsmaður, sem fund-
armaður talar um í fyrirspurn sinni, kom
inn í matvörudeild kaupfélagsins einhvern
dag ostavikunnar og vill fá keyptan ost
út á vöruávísanahefti sitt, fær hann það
svar hjá búðarmanninum, að því miður sé
það ekki hægt, vegna þess að ostarnir
séu eingöngu seldir gegn peningagreiðslu,
en hann sé þegar búinn að fá 5 prc. af-
slátt af heftinu og auk þess sé það ágóða-
skylt við úthlutun tekjuafgangs, en ostarn-
ir séu seldir með heildsöluverði. Þessa
skýringu búðarmannsins vill félagsmaður
ekki skílja og bregzt reiður við, kvaðst
engan ost mundi kaupa, ef hann fengi
hann ekki greiddan með ávísanahefti og
þegar þess var enginn kostur, hendir
hann vöruávísanaheftinu í búðarmanninn
og rýkur á dyr með þeim ummælum, sem
eigi verða hér endursögð.
Deildarskiptingin.
Félagsstjórnin og framkvæmdastjórnin
eru nú að undirbúa deildarskiptingu inn-
an félagsins, eins og samþykkt var á síð-
asta aðalfundi. Mega félagsmenn vænta
þess að stofnfundir deildanna verði haldnir
nú einhvern næstu daga. Deildarskipting
innan félagsins er mjög heppileg bæði
fyrir félagið, sem slíkt, en ekki sízt fyrir
félagsmenn sjálfa. Félagsmenn hafa vafa-
laust mun betra tækifæri til að kynnast
og tileinka sér til hlýtar meginatriði sam-
vinnustefnunnar og gefast auk þess betri
og fleiri tækifæri, til að fylgjast með öll-
um framkvæmdum félagsins og taka virk-
an þátt í þeim. Hver deild hefir sína
deildarstjórn og sina fulltrúa. Deildarstjórn-
ir og fulltrúar eru trúnaðarmenn hins
mikla félagafjölda og fulltrúar hans á hin-
um ýmsu vettvöngum hinnar samvinnu-
legu hagsmunabaráttu. Til þess að þeir
séu færir um það, þurfa þeir að vera
þroskaðír samvinnumenn, sem gerla vita
skil á viðhorfum samvinnumannsins til
þeirra mála, sem fyrir kunna að koma.
En það er tæpast nóg, að þessir menn
séu góðir samvinnumenn. Sérhver félags-
maður verður að vera það líka til þess,
að hann geti valið fulltrúa hagsmuna sinna
af þekkingu og dæmt um störf þeirra út
frá réttum forsendum. Það er því brýn
nauðsyn þess, að sérhver þátttakandi í
neytendahreyfingunni afli sér sem beztrar
samvinnuþekkingar og starfa i samræmi
við hana. r
Bréfskóli S. í. S.
Samband ísl. samvinnufélaga stofnaði á
7