KFS-blaðið - 01.11.1941, Síða 8

KFS-blaðið - 01.11.1941, Síða 8
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ------------------------ s.l. ári bréfaskóla, og hefir þátttakan verið með ágætum eins og vænta mátti. Slíkir skólar hafa verið starfræktir viða erlendis og gefist fádæma vel. Námsgreinir bréfaskólans eru: Skipulag og starfshættir samvinnufélaga íslenzk réttritun Enska Bókfærsla Búreikningar Fundarstjórn og fundareglur. Kaupfélagið gefur allar frekari upplýs- ingar og innritar nemendur í skólann. Baldvin Þ. Kristjánsson hefir nýlega verið ráðinn Kaupfélags- stjóri við Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Baldvin er ungur maður, fædd- ur að Stað, Aðalvík 9. apríl 1910. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði veturinn 1927 og ’28. Auk þess var hann tvo vetur við nám í Samvinnuskólanum. Baldvin sigldi til Svíþjóðar haustið 1937, að tilhlutan Sam- bands ísl. samvinnufélaga, í boðí sænska samvinnusambandsins, og var' um veturinn á samvinnulýðháskóla þar. Baldvin var um skeið starfsmaður Sam- vinnufélags ísafirðinga á ísafirði, en hefir nú um nokkur ár verið skrifstofustjóri Síldarútvegsnefndar hér á staðnum. Hann var kosinn i stjórn KFS 1940. Þó Baldvin Þ. Kristjánsson hafi að vísu lengst af unnið utan samvinnufélaganna, þá er hann prýðilega menntaður samvinnu- maður, og hefir ávallt haft mikinn áhuga á þeim málum, og löngun til þess að starfa fyrir þau. Getum vér glaðst yfir, að Baldvin hefur nú fengið verðugt starf innan samvinnuhreyfingarinnar og væntum við þess að gæfa og gengi fylgi honum í starfinu. 8 Fiskilínur, enskar Öngultaumar Önglar Línubelgir Blýsökkur Sveiflur Kneifar Kaðall KAUPFÉLAGIÐ Byggingavörudeild. Auglýsing. í vörzum lögreglunnar eru ýmsir óskilamunir, svo sem sparksleðar, lindarpennar, kvenur, peningabuddur, lyklar, reiðhjól o.m.fl. Komi ekki eigendur að munum þessum, verða þeir bráðlega seldir á. opinberu uppboði. Lögreglan. Baldvin fer héðan alfarinn til að taka við hinu nýja starfi nú bráðlega, og óskar blaðið honum og fjölskyldu hans góðrar ferðar, með þakklæti fyrir störf hans í þágu samvinnusamtakanna i bænum.

x

KFS-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: KFS-blaðið
https://timarit.is/publication/1830

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.