Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 6
5. að efld sé þekking almennings á eðli og gangi sjúk-
dómsins.
I flestum löndum eru berklavarnir reknar af sveitum
þeim eða bæjarfélögum, er hlut eiga að máli, en oft á
tíðum með meiri eða minni ríkisstyrk. Er mjög mismun-
andi, hve mikið ríkin styrkja þessa starfsemi. Eins og
kunnugt er, hefir íslenzka ríkið ekki staðið að baki ann-
arra, hvað styrk til berklavarna snei-tir. Hafa flestallir
berklasjúklingar notið opinbers styrks vegna veikinda
sinna síðan árið 1921. Styrkur þessi hefir að mestu leyti
verið greiddur úr ríkissjóði, en nokkur hluti hans hefir
oftast komið frá hinum einstöku bæjar- og sveitarfélög-
um. Hafa ríki og héruð á þennan hátt á undanförnum
árum greitt eigi minna en um og yfir 1 miljón króna ár-
lega til berklavarnastarfsemi eingöngu. Er það geysimikil
fjárupphæð, borið saman við önnur gjöld ríkis og sveita
eða bæjarfélaga hér á landi.
Til þess að geta rekið öfluga berklavarnastarfsemi, er
komi að sem fyllstum notum, eru viss skilyrði nauðsynleg.
Þessi eru hin helztu :
I. Góð og nákvæm berklavarnalöggjöí.
11. Fullkomnar berklavarnastöðvar í öllum stærstu kaup-
stöðurn og fólksflestu héruðum landsins.
III. Nauðsynlegur fjöldi sjúkrarúma fyrir berklasjúk-
linga í heilsuhælum og berklasjúkrahúsum.
IV. Að berklasjúklingum, sem eigi þarfnast hælisvistar,
svo og berklaöryrkjum, sé tryggð örugg og góð af-
koma á vinnuhælum eða öðrum viðeigandi stofnunum,
svo að minni hætta sé á, að þeir sýkist á ný.
Hér er aðeins nefnt það, sem telst til berklavarna í
þrengri merkingu. Önnur mikilsverð atriði, svo sem góð
afkoma almennings, hreinlæti, gott húsnæði og viðurværi,
miða öll að því að auka viðnámsþrótt manna, eigi aðeins
118
Ileilbrigt líf