Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 8
sjúkrahúsum eða hælum samkvæmt lögum um ríkisfram-
færslu sjúkra manna og örkumla (lög nr. 78 1936).
Berklavarnalöggjöfin er í þessari nýju mynd mjög marg-
þætt og víðtæk. Má fullyrða að vænta má mjög mikils
árangurs af þeim berklavörnum, er löggjöfin gerir ráð
fyrir, ef takast mætti að framfylgja henni í hvívetna.
Sá hluti berklavarnastarfseminnar, sem
rekinn er utan sjúkrahúsa og heilsuhæla
og hefir að markmiði að finna hina
Berklavarna-
stöðvar
berklaveiku í tæka tíð, er venjulega framkvæmdur í svo
nefndum hjálparstöðvum eða berklavarnastöðvum. Starf-
semi þessi hófst í Norðurálfu seint á 19. öld. Höfundur
hennar er venjulega talinn EdinborgarlæknirinnSirfíoðerí
Philip. Árið 1887 kom hann á fót í Edinborg berklavarna-
stöð (Royal Victoria Dispensary for Consumption), en
starfsemi hennar þróaðist smám saman og varð að berkla-
varnakerfi, er tiltölulega lítilla endurbóta hefir þarfnazt
allt fram á síðustu ár. Kerfi þetta, hið svo nefnda Edin-
borgarkerfi, var lögfest í Englandi 1911 og endurbætt
1921.
Frá Bretlandi mun hjálparstöðvastarfsemin hafa breiðst
út til Belgíu og' Frakklands. í Frakklandi kom Calmette
fyrstu berklavarnastöðinni á fót í borginni Lille árið 1897.
I Þýzkalandi telur Kayser-Petersen að vísu, að slík starf-
semi byrji árið 1891, en almennt mun vera talið, að Piitter,
sem reyndar var ekki læknir, sé forvígismaður hennar í
þessu landi. Berklavarnastöð hans í Halle tók til starfa
árið 1899. Mun heilsuhælishreyfingin, sem á upptök sín
í Þýzkaiandi (Brehmer í Görbersdorf árið 1859), og
nokkru fyrr en berklavarnastarfsemin hefst í Englandi,
hafa orðið þess valdandi, að berklavarnir utan heilsu-
hæla hófust síðar í Þýzkalandi en í nágrannalöndum
þess. Árið 1905 tók fyrsta berklavarnastöðin í Svíþjóð til
120
Heilbrigi lif