Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 9
starfa í Uppsölum og árið 1907 í Kaupmannahöfn. Það
var fyrsta stöðin í Danmörku.
Á síðastliðnum 20 árum hefir slíkum berklavarnastöðv-
um fjölgað mjög ört í ýmsum löndum. Þannig voru t. d.
úrið 1934 starfandi 834 stöðvar í Frakklandi og árið
1935 voru 677 berklavarnastöðvár í Englandi, en 1170 í
Þýzkalandi. Á Norðurlöndum átti samsvarandi aukning
sér stað árin fyrir ófrið þann, er nú geisar.
Hér á landi hófst starfsemi berklavarnastöðva árið 1919,
er hjálparstöð Líknar fyrir berklasjúklinga tók til starfa
í Reykjavík. Var stöðin fyrst rekin sem einkafyrirtæki
hjúkrunarfélagsins Líknar, en hefir mörg síðustu ár not-
ið svo mikils styrks frá ríki, bæ og síðan 1937 frá sjúkra-
samlagi, að nú má telja, að um opinbera starfsemi sé að
ræða. Er stöð þessi nú einn þáttur í starfsemi Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur. Síðan 1939 starfar stöðin jafn-
framt fyrir Hafnarfjörð. Á Akureyri starfaði ennfremur
hjálparstöð fyrir berklaveika á árunum 1924—1935, en
lagðist þá niður. Var hún starfrækt að tilhlutun Rauða
Kross Islands. Árið 1938 tók hún til starfa á ný og hefir
aukizt mjög og eílzt síðustu ár. Þá hefir og verið komið
á fót stöðvum í Vestmannaeyjum (1938), Seyðisfirði
(1938), ísafirði (1939) og Siglufirði (1939). Eru allar
stöðvarnar starfræktar á svipaðan hátt og styrktar af ríki.
hlutaðeigandi bæjum, sýslufélögum og sjúkrasamlögum.
Skal nú farið nökkrum orðum um starfsemi stöðvanna
almennt. Fyrstu árin var starfsemi berklavarnastöðvanna
mjög takmörkuð og unnið var nær eingöngu að því að að-
stoða og hjálpa berklasýktum heimilum. Á síðari árum
hefir orðið á þessu mikil breyting. Þungamiðja starfsem-
innar hefir að vísu haldizt í hinu berklasýkta umhverfi, en
líka eru teknar upp víðtækar rannsóknir, einkum röntgen-
skoðanir á fjölda manns. án þess að vitað sé um berkla-
veiki í umhverfi þeirra. Árangur þessara rannsókna hefir
Heilbrigt lif
121