Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 13
lítils háttar uppgang er að ræða, telur hann oft ofkælingu,
hvef eða inflúenzu vera orsökina. Sé læknir kvaddur til
hins veika heyrast með ven.julegum hlustunartækjum oft-
ast engin einkenni sjúkdómsins á þessu stigi hans, en að-
eins með röntgenrannsókn, skyggningu (gegnlýsingu) eða
röntgenmynd, tekst að komast að hinu sanna. Og satt að
segja er það oft furðulegt, hve sjúkdómsbreytingarnar í
lungunum geta verið miklar, án þess þó að sjúklingarnir
hafi gert sér grein fyrir veikinni, eða æfðustu læknar orðið
hennar varir með venjulegum hlustunartækjum.
Ef nánasta umhverfi smitandi berklaveiks manns er
rannsakað (fjölskylda hans og nánustu samstarfsmenn),
er sú reyndin víðast erlendis, að allt að 12% eru berkla-
veikir. Sé aftur á móti fólk valið upp og ofan til rannsókn-
anna, án tillits til berklaveiki, reynist allt að 1% berkla-
veikir. Athuganir þessar, sem sumpart hafa verið gerðar
á berklavarnastöðvum, en sumpart af einstökum læknum,
hafa haft geysimikla þýðingu. fyrir alla berklavarnastarf-
semi og- þá einkum starfssvið allra berklavarnastöðva.
f>ær hafa fyrst og fremst opnað augu læknanna fyrir því,
hve algengt það er, að þeir, sem haldnir eru smitandi
berklaveiki, gangi um eins og heilir væru og viti alls ekki
um sjúkdóm sinn.
Það liggur því í augum uppi, að berklavarnastöðvarnar,
sem telja það vera hlutverk sitt að finna hina berklaveiku
sjúklinga, hafa orðið að færa út kvíarnar. I fyrstu mátti
heita, að rannsóknir þeirra væru einskorðaðar við berkla-
sjúklingana og nánasta umhverfi þeirra. Smám saman
hefir hringurinn víkkað svo, að nú eru á einstöku stöðum
framkvæmdar heildarrannsóknir á öllum íbúum bæja eða
heilla héraða.
Það er því ljóst, að kröfur þær, sem gerðar hafa verið til
íullkominna stöðva á síðustu árum, hafa aukizt og marg-
'faldazt. Skulu hinar helztu taldar hér:
Heilbrif/t iij
125