Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 14
1. Berklavarnastöðin verður að vera búin hinum beztu
tækjum því til tryggingar, að unnt sé að greina lungna-
berkla eins fljótt og auðið er.
2. Henni ber að hafa uppi á öllum smitandi berklasjúkling-
um í umdæmi sínu, svo fljótt sem unnt er, og þá með:
a. Einstaklingarannsóknum; koma einstaklingarnir
annað hvort sjálfir til stöðvarinnar og óska rann-
sóknar þar, eða þeir eru sendir þangað til rannsókn-
ar af starfandi læknum.
b. Fjölskyldu- og umhverfisrannsóknum, þar sem rann-
sökuð er öll fjölskylda hins berklaveika og allir aðrir,
er hann hefir haft samvistir við.
c. Hóprannsóknum, þar sem rannsakaðir eru hópar
fólks, án tillits til berklaveiki í ætt þeirra eða um-
hverfi, heldur valdir eftir aldri, atvinnu eða öðru því,
er líklegt þykir til að auka sýkingarhættu þeirra.
d. Heildarrannsókn allra héraðsbúa.
3. Berklavarnastöðinni ber áð hafa eftirlit með:
a. Öllum, sem dvelja innan umdæmisins og eru með
smitandi berklaveiki.
b. Öllum öðrum sjúklingum með virka og óvirka
lungnaberkla, sem ekki eru taldir læknaðir til fulls.
c. Sjúklingum með útvortis berklaveiki, vota brjóst-
himnubólgu og berklaþrimlasótt (erythema nod-
osum).
d. Fólki, þar sem berklaveiki hefir komið upp í nán-
ustu ættingjum eða í nánasta umhverfi þess, enda
þótt það sé heilbrigt.
e. Öllum, sem eru nýsmitaðir af berklaveiki.
4. Berklavarnastöðinni ber að taka þátt í hvers konar
starfsemi, sem miðar í þá átt, að bæta kjör og efla hag
hinna berklaveiku í því skyni að koma í veg fyrir, að
þeir, sem heilbrigðir eru orðnir, veikist á ný.
Það er augljóst af því, sem að framan greinir, að öll
126
Heilbrigl líf