Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 15
þessi starfsemi miðar fyrst og fremst að því, að finna hinn
berklaveika sjúlding í tæka tíð og lcoma honum þegar í
stað í viðeigandi meðferð. Horfur sjúkdómsins breytast
nijög til hins betra því fyrr, sem tekst að hafa uppi á
hinum berklaveika. Og því fyrr, sem þetta tekst, því minni
líkur eru til þess, að sjúklingurinn hafi smitað og sýkt
út frá sér.
Skal nú stuttlega reynt að lýsa hinu daglega starfi
berklavarnastöðvarinnar.
Á stöðinni starfa læknar og hjúkrunarkonur, sem hafa
sérþekkingu á þessu starfi. Stöðin er opin ákveðinn tíma
á degi hverjum. Þeir, sem til stöðvarinnar leita af sjálfs-
dáðum, eru flestir hverjir rannsakaðir þar. Frá viðkom-
andi héraðslækni fær stöðin tilkynningu um alla nýskráða
berklasjúklinga í héraðinu (sbr. það, sem greint var um
skráningu hinna berklaveiku, er berklavarnalaganna var
getið). Jafnskjótt og kunnugt er, að berklaveiki hefir kom-
ið upp á heimili, fer hjúkrunarkona stöðvarinnar þangað,
Hún talar við heimilisfólkið, kynnir sér ástæður og hagi
heimilisins og stefnir fólkinu til rann'sóknar á stöðina.
Þar fer fram nákvæm rannsókn, sem meðal annars er
fólgin í hlustun, rannsókn á uppgangi, rannsókn á blóði,
berklaprófi og loks skyggningu (gegnlýsingu) eða rönt-
genmynd. Allir þeir, sem á stöðina koma, eru skráðir þar,
og mæta þeir flestir síðar samkvæmt beiðni stöðvarinnar
við endurteknar rannsóknir eftir ákveðinn tíma. Auk þess,
sem stöðin á þennan hátt rannsakar af sjálfsdáðum alla
þá, sem dvalið hafa samvistum við berklaveika, geta
læknar í umdæmi stöðvarinnar sent henni sjúklinga sína
til rannsóknar, ef þeir hafa einhver þau einkenni, er bent
geti til berklaveiki. Rannsakar stöðin þessa sjúklinga
þeim að kostnaðarlausu og sendir lækninum síðar álit sitt
um“ástand sjúklingsins og væntanlega meðferð hans. Sjálf
tekur stöðin sjúklingana ekki til meðferðar, nema um
Ileilbrigi iíf
127