Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 16
endurteknar loftbrjóstaðgerðir sé að ræða. Hún bendir að-
eins á hvers konar meðferð sé viðeigandi í hverju ein-
stöku tilfelli og reynir að hlutast til um, að sjúklingnum
gefist kostur á að verða hennar aðnjótandi. Hún tekur
alltaf að sér að útvega berklasjúklingum, er þess þurfa,
vist á hæli eða sjúkrahúsi, eftir því sem við á.
Þegar hóprannsóknir eru framkvæmdar á stöðinni,
stefnir hún til sín hópum fólks á ákveðnu aldursskeiði eða,
við ákveðna atvinnu, eins og áður getur, án þess að þessir
menn hafi haft nokkur sérstök mök við berklaveika. Er á
þennan hátt rannsakað skólafólk í ýmsum skólum, starfs-
íólk í ýmsum verksmiðjum, skrifstofufólk, sjómenn o, s..
frv. Eru rannsóknir þessar orðnar mjög vinsælar meðal'
almennings, svo að ýmis fyrirtæki hafa óskað eftir, að
þær yrðu framkvæmdar reglulega á fólki þeirra einu sinni
á ári hverju.
Þá hafa einstöku stöðvar verið svo athafnamiklar að-
framkvæma heildarransóknir á öllum íbúum umdæmis-
þeirra, eða ákveðins hluta þess. Eru rannsóknirnar oftast
framkvæmdar á þann hátt, að berklapróf er gert á öllum
börnum, unglingum og fullorðnu fólki upp að ákveðnu
aldurstakmarki (20 eða 30 árum t. d.). Þeir, sem neikvæð-
ir reynast við berklaprófið, eru síðan eigi rannsakaðir
frekar. Hinir jákvæðu, svo og allir þeir, er eigi voru
berklaprófaðir, eru röntgenskoðaðir, skyggndir eða mynd-
aðir. Er fólki stefnt til rannsóknanna samkvæmt síðustu
manntalsskrá og gengið mjög ríkt eftir því, að allir mæti,
sem tök hafa á. Hefur tekizt hér á landi að ná jafn-
vel öllum ferðafærum íbúum sumra bæja og héraða til'
slíkra rannsókna.
Árangur rannsóknanna er, eins og áður getur, æði mis-
jafn. Mest finnst af berklaveiku fólki, er eigi hefir vitað'
um sjúkdóm sinn, þegar rannsakað er nánasta umhverfi
berklaveikra sjúklinga. Við hóp- og heildarrannsóknir
128
Ih’ilbrigt liji