Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 17
íinnast eðlilega miklu f'ærri. Þó mun það' vera sjaldgæft,..
að heilir bæir eða sveitahéruð séu rannsökuð, án þess að
eitthvað af berklaveiku fólki komi í leitirnar, og þá á mis-
munandi sj úkdómsstigi.
Eitt af því, sem berklavarnastöðinni bar að gera, var að
hafa eftirlit með berklaveiku fólki í umdæmi hennar og
jafnframt þeim, er telja mátti, að væru i yfirvofandi sýk-
ingarhættu. Það væri því eigi úr vegi, að gera hér grein
fyrir því, hve oft og hve lengi eftirlit með slíku fólki er
nauðsynlegt.
Reynt er að koma í sjúkrahús eða hæli þegar í stað
öllum sjúklingum með virka berklaveiki. Sé slíkt eigi
framkvæmanlegt af einhverjum ástæðum, er þeim stefnt
til eftirlits, svo oft sem sjúkdómur þeirra krefst, venju-
lega á 1/2—1 mán. fresti. Hafi sjúklingurinn eigi fengizt
á hæli vegna mótþróa hans s.jálfs, en reynist vera með
smitandi berklaveiki og hættulegur umhverfi sínu, ,má
samkvæmt núgildándi berklavarnalögum flytja hann
nauðugan til dvalar í sjúkrahús eða heilsuhæli. Hefir
reynslan sýnt, að slíkt er örsjaldan nauðsynlegt.
Oft finnst fólk við ofangreindar rannsóknir, sem vafi
leikur á um, hvort hafi virka berktá'veiki eða eigi. Er því
þá haldið undir ströngu eftirliti og látið koma til rann-
sóknar á eins mánaðar fresti, unz úr fæst skorið, hvort
um virka berklaveiki er að ræða eða eigi. Ef sjúklingur-
inn reynist með virka berklaveiki, er farið með hann
samkvæmt því, en ella er hann leystur undan eftirlitinu..
Sjúklingar, sem hafa haft virka berklaveiki, en nýlega:
orðnir óvirkir, eru fyrstu 2 árin rannsakaðir á 6 mán.
fresti. Hafi, að þeim tíma liðnum, engin ný einkenni kom-
ið í ljós og ástandið yfirleitt breytzt til hins betra, er talið,
að um eftirstöðvar berklaveiki sé að ræða, og ei’u þeir þá
rannsakaðir á eins árs fresti í næstu 3 ár. Má þá leysa þá
Heilbrifjl lif
129'