Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 18
undan frekara eftirliti, en oftast óskar fólk þetta eftir ár-
iegu eftirliti framvegis.
Þá skal sérstaklega vikið að eftirliti með s.júklingum,
sem hafa fengið vota brjósthimnubólffu eða berklaþrimla-
sótt. I augum almennings eru sjúkdómar eða sjúkdóms-
einkenni þesi venjulegast eigi talin til berklaveiki, en þau
eru meðal fyrstu einkenna hennar. Er því ástæða til að
gefa þeim sérstakan gaum.
Sjúklinga með vota brjósthimnubólgu ber að senda
í sjúkrahús eða heilsuhæli. Að sjúkrahússvistinni lokinni,
ættu þeir að .mæta til rannsóknar 6. hvern mánuð í næstu
5 ár.
Sjúklingar með berklaþrimlasótt þarfnast sjaldnast
sjúkrahússvistar. En 6 mán. eftiriit í næstu 3—5 ár er
engu að síður nauðsynlegt.
Undir umsjá flestra stöðva eru enn fremur loftbrjóst-
sjúklingarnir. Hafa berklavarnastöðvarnar þá að jafnaði
til meðferðar, eftir að hælisvist er lokið. Er það nálega
hin eina aðgerð á sjúklingum, er stöðin framkvæmir.
Sjúklingar þessir þarfnast mjög nákvæms eftirlits. Venju-
lega er fyllt á þá lofti á 3—4 vikna fresti og- aðgerðinni
haldið við í 2—4 ár. Eftir það eru þeir undir eftirliti,
eins og áður getur um óvirka berklasjúklinga.
Það, sem að ofan greinir, fjallar um eftirlit með berkla-
sjúklingum. Skal nú farið örfáum orðum um eftirlit þeirra,
sem eigi eru berklaveikir, en í yfirvofandi smitunarhættu.
Ungbörn, 1—3 ára, frá berklaheimilum, eru berklapróf-
uð á 6 mánaða fresti, ef þau eru ekki berklasmituð. Séu
þau hins vegar berklasmituð, eru þau röntgenskoðuð
(skyggnd) á 3—6 mánaða fresti, eftir því, hve sjúkdóm-
urinn er ákafur eða útbreiddur.
Börn, 4—12 ára, eru röntgenskoðuð í hvert sinn, er
þau koma til stöðvarinnar, og auk þess alltaf berklapróf-
uð, eftir því sem ástæða þykir til. Séu þau frá berkla-
130
IIeilbrigt líf