Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 19
heimilum, er þeim stefnt til stöðvarinnar að minnsta
kosti einu sinni á ári hverju.
Unglingar og ungfullorðið fólk á aldrinum 13—25 ára,
sem hefir dvalið á heimilum innan um smitandi berkla-
sjúklinga, er einnig röntgenskoðað og berklaprófað, er
það kemur til stöðvarinnar. Þeir, sem neikvæðir reyn-
ást, þurfa eigi frekar að koma til eftirlits nema sjúkling-
urinn, sem um var að ræða, dvelji áfram á heimilinu.
Hinum, er jákvæðir reyndust, er öllum stefnt til eftirlits
eftir 6 mánuði og því haldið áfram næstu 2 ár. Æskilegt
þykir að geta eftir það fylgzt með fólki þessu árlega í
næstu 3 ár, þ. e. 5 ár frá smitunartíma, en slíkt er oft á
tíðum mjög örðugt.
Fólk frá berklaheimilum, eldra en 25 ára, er sömuleiðis
haft undir eftirliti. Mætir það til rannsóknar 6. hvern
mánuð næstu 2 ár.
Mörgum kann að virðast eftirlit þetta umfangsmikið og
óþarft. Það er geysimikið verk fyrir starfslið berklavarjia-
stöðvanna að fylgjast vel með öllu þessu fólki, endurboða
það bréflega, ef það kemur eigi á tilsettum tíma, og i'ara
loks heim á heimilin, ef boðunum er eigi sinnt. Og margir
þeirra, sem eftirlits þarfnast, hafa eigi fullan skilning á
slíkum vinnubrögðum, finnst nægilegt að ieita læknis,
jafnskjótt og einhver sjúkdómseinkenni koma í ljós. En
i’eynsla síðustu ára hefir sýnt, að sýkingarhætta af völd-
um berklaveiki er mest fyrstu 5 árin eftir smitun og þó
alveg sérstaklega fyrstu 2 árin. Því er það, að berkla-
varnastöðvarnar hafa talið það skyldu sína, að ieitast við
að fylgjast með því fólki, sem vitað er hvenær hefir smit-
ast, meðán mesti hættutíminn vofði yfir því.
Eftirlit stöðvanna með berklasjúklingum, sem hafa ver-
ið brautskráðir frá.sjúkrahúsum eða heilsuhælum, er sér-
staklega mikilsvert. Áður var horfið þar frá, er stöðin
hafði haft uppi á hinum berklaveika og komið honum í
Heilbrigt líf — .9
131