Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 20
viðeigandi meðferð í sjúkrahúsi eða hæli og jafnframt
rannsakað alla þá, er dvalið höfðu samvistum við hann.
En hún heldur áfram að fylgjast með sjúklingunum, eftir
að þeir koma af hælunum. Burtförin frá sjúkrahúsum
eða hælum er tilkynnt stöðinni, og von bráðar rnæta hinir
brautskráðu þar til eftirlits. Stöðin er þá fær um að svara
öllum fyrirspurnum um heilsufarsástand sjúklinganna og
getur á þann hátt miðlað málum milli þeirra og ýmissa at-
vinnurekenda, beint eða óbeint.Eins og kunnugt er, geng-
ur það oft mjög erfiðlega, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir, að
gera þá, sem smitandi berklaveiki hafa haft, smitlausa
og þannig hættulausa öði’um. Það er eigi óalgengt, að
sjúkdómurinn taki sig upp, að sjúklingar þeir, er lausir
voru við smit, fái það aftur og verði þannig á ný hættu-
legir umhverfi sínu- Þetta má oft koma í veg fyrir með
stöðugu lækniseftirliti. Og lækniseftirlitið er ennfremur
nauðsynlegt af öðrum ástæðum. Ótti almennings við þá,
er verið hafa á heilsuhælum er oft á tíðum ástæðulaus og
á röngum rökum reistur. Atvinnurekendur neita oft fólki
þessu um vinnu, þar eð þeir óttast stöðugt hættuna, er
af því kann að leiða, að hafa berklaveikt fólk í þjónustu
sinni. En það þarf að gera greinarmun á berklaveikum
sjúklingi og hinum, er útskrifast af heilsuhæli — ef til
vill alheill. Stöðvareftirlitið getur hér gert mikið. Það á
að tryggja þeim, sem veikir hafa verið, að ekki elti þá
stöðugt ástæðulaus hræðsla, og þeim, er þeir umgangast og
þjóna, sem mest öryggi.
Auk þess, sem stöðin vinnur á ofangreindan hátt, beint
i læknisfræðilegu augnamiði, þá starfar hún einnig að
almennum heilbrigðis- og þjóðfélagsmálum.
Þegar hjúkrunarkona stöðvarinnar kemur á heimilið,
kennir hún fólkinu ýmsa nytsama hluti, brýnir fyrir því
þrifnað og hreinlæti. Hún athugar húsakynni og aðbúnað
fólksins, og sé einhver þess efnahagslega hjálpar
132
IIeilbrigl líf