Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 21
þurfi, bendir hún á leiðina til að öðlast slíka Kjálp.
Stundum eru stöðvarnar svo vel efnum búnar, að þær geta
sjálfar styrkt þá, sem fátækastir eru, t. d. greitt eitthvað
af húsaleigu, ef flutt er í betri íbúð, útvegað ýmis mat-
væli og fatnað, séð um fataþvott og því um líkt. Starfsemi
þessi er því eigi aðeins sett berklaveikinni til höfuðs, held-
ur mörgum öðrum sjúkdómuni; er þannig ekki bein berkla-
varnastarfsemi heldur almenn heilsuvernd.
Þess var getið í upphafi, að skilyrði til þess að
reka öfluga berklavarnastarfsemi væri, að koma upp
berklavarnastöðvum í öllum stærri kaupstöðum og þétt-
býlum' sveitahéruðum. Hér á landi eru, eins og áður er
getið, starfandi 6 berklavarnastöðvar fyrir 7 kaupstaði.
Hefir því nokkuð áunnizt í seinni tíð á þessu sviði, þó að
meiri og róttækari aðgerða sé þörf. Að vísu starfa allar
stöðvarnar jafnframt fyrir nærliggjandi læknishéruð og
auðvelda á þann hátt nokkuð möguleika til berklarann-
sókna. En mörg héruð eru afskekkt og strjálbýl og hafa
auk þess enga raforku. Er erfitt um allt berklavarnastarf
á slíkum stöðum, þó að nokkuð megi að gera. Árlegt
berklapróf héraðslækna á öllum börnum héraðsins gefur
þeirn vitneskju um smitunartíma þeirra. Má jafnvel oft
nokkuð ráða í það, hver valdur muni vera að smituninni,
á því, hvaða börn hafa smitazt og hvenær. Tíðar rann-
sóknir verður þá að framkvæma á þeim, sem líklegt er
að hafi valdið smituninni. Eru þá notaðar þær rannsókn-
araðferðir, er tíðkanlegar eru meðal héraðslækna (hita-
mæling, hlustun, hrákarannsókn og blóðrannsókn). Á
þennan hátt má mjög oft komast að hinu sanna.
Sömu rannsóknaraðferðir eru hafðar um hönd við eft-
irlit hinna berklaveiku, er í héraðinu kunna að dveljast.
Þeir eru allir skráðir í sérstaka bók, berklabók héraðsins,
og eigi afskráðir fyrr en öruggt þykir, að þeir séu fylli-
lega læknaðir.
i
Ifeilbrií/t líf