Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 24
tíðina. Að fáum vikum liðnum geta verið komnir nýir
sjúklingar og ný berklaheimili. Hið ákjósaulegasta verður
því ávalt, að geta rannsakað slíkan sjúkling á þennan hátt,
hvenær sem þess virðist þörf. En slíkt er aðeins hægt
með því eina móti, að röntgentæki séu í hverju héraði og
læknir, sem kann vel með þau að fara — þ. e. lítil berkla-
varnastöð á hverjum stað.
eru mikilsverður þáttur berklavarnastarf-
seminnar. Það liggur í augum uppi, að
lítill árangur yrði að því, að reka öflugar
Heilsuhæli oi|
berklasjúkrabús
berklavarnastöðvar til þess að finna hina sjúku og fylgj-
ast með þei.m, ef eigi væru berklasjúkrahús og heilsuhæli
fyrir hendi, til að taka við og veita þeim þá hjúkrun og
læknisaðgerðir, er þeir kunna að þarfnast.
Fjöldi berklasjúkrarúma er mjög mismunandi í hinum
ýmsu löndum, miðað við íbúafjölda þeirra. Fer það eðli-
lega eftir því, hve sjúkdómurinn er útbreiddur. Hér á
landi er tala berklasjúkrarúma há, miðað við það, sem
tíðkanlegt er á Norðurlöndum, enda vafalaust hlutfalls-
iega flestir berklasjúklingar hér. Tala sjúkrarúma á
heilsuhælum hér er talin vera: í Vífilsstaðahæli 185
sjúkrarúm og í Kristneshæli 72. Er það um 2,3 sjúkra-
rúm á hverja þúsund íbúa. En auk þess munu vera allt
að 100 sjúkrarúm fyrir berklaveika í almennum sjúkra-
húsum landsins. Sjúklingar þeir, sem þar eru vistaðir,
væru þó án efa bezt komnir í sérstöku berklasjúkrahúsi.
M.jög mikilsvert er, að notkun berklasjúkrarúmanna sé
sem haganlegust. Má með því móti spara mikið fé. Hér
sem oftar kemur öflugt starf berklavarnastöðvar í góðar
þarfir. Með því að fela stöðvunum eða tilsvarandi stofn-
unum eingöngu að sjá um að koma hinum berklaveiku á
viðeigandi sjúkrahús eða hæli, er oft komið í veg fyrir
óþarfa flutning sjúklinga frá einu sjúkrahúsi til annars.
136
Heilbrigt líf