Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 26
með vinnuhælum eða samsvarandi stofnunum (vinnu-
hverfum), sem rekin eru beint í þessum tilgangi, eða með
öflugri örorkutryggingu, er geri fólki þessu kleift að sjá
sér sómasamlega farborða, þó að það vinni eigi nema
létta vinnu við þess hæfi, ef því tekst þá að ná henni.
Akjósanlegast er, að vinnuheimilið og örorkutryggingin
hafi sem nánast samstarf.
Vinnuhælin hafa víðast hvar þótt gefast mjög vel. Sjúk-
lingarnir eru valdir þangað eingöngu frá berklasj úkra-
húsum eða heilsuhælum. Vistmenn þar geta verið tvenns
konar: Annars vegar sjúklingar, se,m komið er að því að
brautskrá fyrir fullt og allt, en leita til vinnuhælisins um
nokkurt skeið, áður en þeir hverfa aftur út í lífsbarátt-
una. Hins vegar sjúklingar með langvinna (króniska)
berklaveiki, sem dvalið hafa á heilsuhælum árum saman,
án þess að veruleg breyting yrði á sjúkdómi þeirra.
Vinnuhælin hafa með höndum margs konar störf eða
iðngreinar, er henta jafnt konum sem körlum. Víða er reynt
með sérstöku prófi að velja fólk í þá iðn, er því hentar
bezt. Er það gert í þeim tilgangi, að það megi læra hana
á vinnuhælinu og stunda síðan á eigin spýtur, þegar það
á að sjá fyrir sér sjálft. Skal eigi farið nánar út í það hér.
Stofnanir þessar eru reknar með margs konar sniði, en
hafa yfirleitt þótt gefast mjög vel. Hafa þær orðið til að
létta mjög á berklasjúkrahúsum og heilsuhælum og eru
sjúklingunum til hins mesta gagns og ánægju.
Hér að framan hafa verið raktir helztu þættir berkla-
varnanna. Eins og sjá má, er um mikilsverða starfsemi
að ræða, sem hefir mikla þjóðfélagslega þýðingu. Þó skal
hér engum getum leitt að því, hvort með róttækum
berklavörnum megi sigrast á berklaveikinni til fulls. Mörg
veigamikil atriði önnur hafa mjög áhrif á gang veikinnar.
En það má telja áreiðanlega víst, að með öflugum berkla-
188
Heilbrif/t líf