Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 28
Hannes Guðrnundsson;
húð- og kynsjúkclómalæknir:
HÆTTUR KYNÞROSKAÁRANNA
Helztu skilyrði til þess að geta varizt sjúkcíóm: er
að þekkja orsök hans, vita hvað veldur honum.' •
Sýklar þeir. sem valda kynsjúkdómum. eru nú löngu
kunnir. Menn þekkja ekki einungis sýklana sjálfa, en
vita líka með vissu á hvern hátt þeir berast manna á milli,
hvernig þeir brjóta sér leið inn í mannslíkamann og búa
um sig í vefjum hans, bérast með blóðstraumnum frá
einu líffæri til annars og taka sér að lokum bólfestu í
þeim víðs vegar um allan líkamann, jafnt í hinum þýðing-
arminni, sem hinum lífsnauðsynlegustu líffærum, svo sem
taugakerfinu og hjartanu.
Þó að sýklar þessir séu örsmáir, er auðvelt fyrir sér-
fræðinga að leita þá uppi í góðum smásjám. Læknum hefir
tekizt að rekja hinn krókótta feril þeirra um allan líkama
mannsins, og læknavísindin hafa meira að seg.ja fundið
upp aðferðir til þess að þekkja kynsjúkdómana af ósýni-
legum blóðbreytingum, þannig að rannsókn á blóði sjúk-
lingsins eða mænuvökva, getur úr skorið, hvort hann sé
haldinn sjúkdómnum eða ekki.
Menn vita með vissu, að sjúkdómar þessir berast ná-
lega eingöngu manna á milli við samfarir karla og kvenna
eða nána líkamlega snertingu á annan hátt. í stuttu máli.
— þekking manna á kynsjúkdómum er orðin öruggari en
á flestum öðrum næmum sjúkdómum.
Á síðari árum hafa læknavísindin einnig fengið oss í
140
Heilbrifft líf