Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 29
henclur betri og fljótvirkari lyf við þeim en völ er á við
öðrum sambærilegum sóttum.
Hvernig stendur þá á því. að ekki skuli vera hægt að
útrýma þessum hættulegu kvillum?
Hvernig stendur á því, að ekki er hægt að hefta út-
breiðslu sjúkdóms, úr því að menn vita til hlítar uppruna
og orsök hans, og þekkja auk þess ágæta lækningu við
honum? Því er fljótsvarað. Útbreiðsla kynsjúkdóma helzt
í hendur við fullnægingu kynhvatarinnar, en hún er sterk-
asta eðlishvöt mannsins og henni halda engin bönd.
Af því verður auðveldlega séð, að við kynsjúkdóma
er ekki hægt að komast af með venjulegar sóttvarnar-
reglur, eins og við aðra næma sjúkdóma; málið er miklu
flóknara og erfiðara viðfangs.
Þar sem fullnæging kynhvatar er nálega ætíð undanfari
kynsjúkdóma, er fljótséð, að meginatriði í vörnum gegn
þeim er að stuðla að því, að þessi fullnæging geti orðið
á heilbrigðan hátt, en leiðist ekki inn á óhollar og háskaleg-
ar villigötur.
Á vorum dögum er makavalið að jafnaði lagt í hendur
unglinganna sjálfra. Til þess að þetta val geti tekizt vel,
er nauðsynlegt, að unglingar temji sér heilbrigðar lífs-
venjur á þessum árum, en eyði ekki tómstundum sínum
í misjöfnum félagsskap og svaili, sem jafnan fylgist að,
því að þá er hætt við, að eðlileg dómgreind og skynsamiegt
mat spillist. Því aðeins getur makaval tekizt vel og orðið
farsælt, að það byggist á langri viðkynningu, en ekki að
eins á augnabliks ástríðu.
Þegar kynhvötin segir til sín, vaknar jafnframt löngun
til þess að fullnægja henni. I borgum og bæjum tekst á-
ræðnum piltum að jafnaði að fá þessa ósk sína uppfylita.
Venjulega hitta þeir þar fyrir einhverjar stúlkur, sem
eru fúsar tii að svipta af þeim hjúp æskunnar, og sama
er að segja um ungar stúlkur, sem gefa áleitnum piltum
eða fullorðnum mönnum færi á sér. Þær þurfa sjaldnast
lengi að leita.
Þessi fyrstu kynni verða oft ungu fólki að fótakefli.
Heilbrigt líf
141