Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 30
Oll mök piltna og stúlkna, sem ekki byggjast á löngum
samvistum og góðri vitneskju hvdrt um annað, hafa aö
jafnaði mikla hættu í för með sér. Því má ekki gleyma,
að hvei' sá piltur. sem hefir fylgilag við stúlku, eða
stúlkur, sem hann veit lítil eðja engin skii á, má eiga það
víst að smitast af kynsjúkdómi. Hann getur að vísu
sloppið í fyrstu skiptin, en að lokum rekur að því, að
illa fer.
Ung stúika, sem lætur ókunnum manni blíðu sína í té,
einu sinni eða oftar, á það sama á hættu, og hún stendur
varnarminni gegn áleitni karia, eítir en áður.
í fámenninu eru aftur á móti færri tældfæri til slíkra
kynna. Meðfædd blygðunarsemi, óframfærni, óljós hræðsla
við sjúkdóma og aðrar afleiðingar heldur oftast mest aftur
af unglingum fyrst framan af.
En stöðug umhugsun um þessi efni, vaxandi kynfýsn,
áegg.jan félaga og lestur misjafnra bóka, sem nóg er til
af um þessi efni á erlendum málum, leiðir þá oft ungling-
ana inn á aðrar villigötur í kynferðismálum.
Er þá fyrst að nefna fullnægingu kynhvatarinnar á
óeðlilegan hátt (einfarir, masturbation). 1 fyrstu byrjar
þetta á því, að unglingarnir fara af forvitni að handleika
kynfæri sín. Þessi leikur verður þá til að æsa enn meir
kynfýsnina og loks getur svo farið. að pilturinn eða stúlk-
an geti á þennan óeðlilega hátt svalað kynfýsn sinni.
Þessi hugsunarlausi leikur verður þá oft að ástríðu,
sem getur, ef mikið kveður að. haft ýmiss konar miður
heppileg áhrif á þroska og heilbrigði ungmenna. Enda
þótt líkamlegt t.jón hl.jótist sjaldnast af þessum ávana,
getur hann á annan hátt haft skaðlegar sálrænar afleið-
ingai’.
Hjá unglingum þessum vaknar venjulega sektarmeð-
vitund. Þeim er Ijóst, að þeir aðhafast eitthvað, sem er
óeðlilegt, vil.ja gjarnan vinna bug á þessum ávana, en
brestur staðfestu til þess að standast ástríðuna. Sé um
stórláta og samvizkusama unglinga að ræða, sem að öðru
leyti eru vandir að virðingu sinni. fær þetta enn meira á þá.
142
Heilbri</i lif