Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 31
Þeir verða dulir; þunglyndi og minnimáttarkennd læsir
sig inn i huga þeirra.
Ef nú ítrekaðar tilraunir til þess að vinna bug á upp-
teknum hætti mistakast, getur svo farið, að unglingur,
sem áður var hraustur og glaðlegur. verði hugsjúkur, ein-
rænn og ómannblendinn. Foreldi'ar skilja oft ekkert í
þessari breytingu, — halda, að barnið hafi tekið einhvern
sjúkdóm. eða orðið fyrir einhverju áfalli, sem það vilji
ekki skýra frá. Stundu.m er þá leitað læknis, en sökum
þess, að unglingurinn leynir foreldrana og lækninn hinni
sönnu orsök, verður þessi viðleitni foreldranna til þess að
koma barninu til hjálpar oft gagnslaus eða aðeins til þess
að auka á sektartilfinningu þess, og gera hugstríð þess að
hálfgerðri hugsýki.
Unglingur. sem svona er ástatt fyrir, hugsar jafnan.
að eina ráðið til þess að losna úr þessum álögum sé það
að fá tækifæri til þess að fullnægja kynhvöt sinni á eðli-
legan hátt. Stundum fer því svo, að þessi ungmenni fleygja
sér hugsunarlaust í fang hvaða maka, sem i boði er. En,
þegar svo er komið, er kynsjúkdómahættan mikil.
Þó að einfarir (masturbation) séu taldar mjög algengar
meðal alli'a þjóða, þá hygg eg þó, að hlutfallslega mikið
kveði að þeiui liér á landi, og, að hinna óbeinu afleiðinga
þeirra gæti yfirleitt meira hér en í öðrum löndum.-Er
sennilegt, að orsök þess sé sú. að Norðurlandabúar eru
þunglyndari og fellst yfirleitt meira um en suðrænum
þ.jóðum.
Unglingar ættu því að varast allt, sern getur leitt þá
inn á þessa braut.
Snertið aldrei kynfærin að cþörfu. Farið ekki að dæmi
eldri félaga, sem e. t. v. iðka þennan ávana og jafnvel
stundum telja hann sjálfsagðan. Enda þótt sjaldgæft sé
að líkamlegt heilsutjón hljótist af þessum ósið, þá hefur
hann oft siðferðislega skaðleg áhrif. Þess vegna ber hverj-
um unglingi, sem hefir orðið þetta á, að ieggja slíkan óvana
niður. Með einbeittni og dugnaði tekst það hér um hil alltaf.
Fyrir kemur, að smá missmíði á kvnfærum frá fæð-
113
Heilbrigt lií