Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 32
ingu, geta valdið ertingu (þröng yfirhúð) ; er þá sjálfsagt
að leita læknis og auðvelt að bæta úr því með lítilli aðgerð.
Þannig eru æskumönnum búnar tvær alvarlegar hættur
á kynþroskaskeiðinu: Kynvillur og kynsjúkdómar.
En er þá hægt að gera mikið til þess að verja sesku-
lýðinn gegn þessum hættum, sem honum eru búnar?
Margir foreldrar segja um þessi mál: ..Börnin fara
ekki að okkar ráðum, þau verða að reka sig á sjálf og
læra af reynslunni." En þetta er, að dómi ílestra heilsu-
fræðinga, rangt.
Það er alveg rétt, að einbeittir og, að öðru leyti hraustir
unglingar, þola mikil áföll og hafa aðdáunarverðan mátt
til þess að rétta við á eigin spýtur, en það sviptir þá oft
hinni náttúrlegu gleði og yndisþokka æskuiífsins. En lífið
er stutt og hvert bjart og ánægjulegt æskuár er dýmiætt.
Vafalaust er hæg't að gera mikið til þess að forða ungu
fólki frá æskuglöpum. Ekki með aðfinnslum og áminning-
um, en öllu heklur með handleiðslu.
Þjóðfélagið, foreldramir, og umfram allt æskulýður-
inn sjálfur, getur mikið gert til þess að fleyta sér fram
hjá þessum blindboðum. Vér þurfum einmitt á yfirstand-
andi tímum að vera vel vakandi, því að búast má við. að
inn í landið flytjist allskonar kynvillur og kynlestir, verri
en þeir, sem vér höfum áður þekkt í okkar fámenna þjóð-
félagi, en þeir eru ekki óaigengir meðal stórþjóðanna.
Eru þess þegar dæmi.
Þjóðfélagið hefui- miklar skyldur við æskulýðinn. Ekkert
er unglingi hættuiegra en langvinnt iðjuleysi, og ekkert
leiðir hann frekar inn á villigötur í kynferðislífinu. Það er
iífsnauðsyn, að þjóðfélagið sjái unglingum fyrir hollum og
nytsömum verkefnum. Þetta er sérstaklega aðkallandi þeg-
ar atvinnuleysistímar standa yfir og eftirspurn er engin
eftir vinnuafli unglinga.
Á slíkum tímum á ríkið að opna upp á gátt allar upp-
eldisstofnanir sínar, skóla, verklega og bóklega, og aðrar
144
//eilbrif/l líf