Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 33
fræðslustofnanir, en þrengja ekki dyr þeirra með háum
skólagjöldum eða óhæfilega þungum inntökuskilyrðum.
Á atvinnuleysistímabili því, sem ríkti hér á iandi fyrir
stríðið, bar mikið á því, að unglingar í kaupstöðum lands-
ins, einkum í Reykjavík, lentu á alls konar glapstigum.
Eftir skýrshun lögreglunnar voru afbrot unglinga á þess-
um árum margföld á við það, sem áður hafði þekkzt.
Orsökin var augsýnilega langvinnur verkefnaskortur og
iðjuleysi. Einmitt á þessum árum átti það sér stað, að
ungum mönnum var bægt óhæfiiega frá flestum iðngrein-
umdandsins og þannig sviptir atvinnumöguleikum, þegar
mest reið á. Hefir þetta orðið til hins mesta tjóns fyrir
þá, sem námið vildu stunda og urðu frá að hverfa, því
að á atvinnutímabili því, sem nú stendur yfir, hefur verið
tilfinnanlegur skortur á sérmenntuðum iðnaðarmönnum.
Komið gæti til mála, að iðnaðarmenntun færi í sumum
greinum fram í ríkisskólum, en ekki eins og nú tíðkast
eingöngu hjá meisturum, sem oft hljóta að taka meira
tillit til eigin hagsmuna en nemendanna.
Ungu fólki er það nauðsyn og siðferðilegur styrkur að
geta gifzt og eignazt eigið heimili. Það er æskilegt, að
barnkoman hefjist á bezta aldursskeiði foreldranna, þeg-
ar líkaminn er hraustastur og hæfastur til að geta af sér
afkvæmi. en dragist ekki fram eftir aldri.
Fé því. sem ríkið ver til þess að skapa ungu fólki heim-
íli, er vel varið og skilar sér aftur með góðum vöxtum.
í stuttu máli, ríkið og atvinnurekendúr gætu á marg-
víslegan hátt rutt æskumönnum rétta braut og forðað þeim
af villigötum, með því að gæta þess, að þeim séu tryggð
næg og nytsöm verkefni.
Foreldrarnir geta verið börnunum hin styrkasta stoð á
þessum árum. Venjið börn yðar umfram allt á vinnu-
semi. Ekkert er þeim hættulegra en iðjuleysi. Reynið að
koma á föstum heimiiisvenjum, að svo miklu leyti, sem
það er unnt. Látið börnin fara tímanlega í rúmið á kvöldin,
og snemma á fætur á morgnana.Að unglingar liggi vakandi
Heilbriyt tif
145