Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 35
En unglingarnir verða að vera vandir að virðingu sinni
strax á æskuárunum, til þess að þetta megi takast. í maka-
vali sínu verða þeir að gera hinar ströngustu kröfur bæði
til sjálfs sín og þess maka, sem þeir kjósa sér.
, Mér hefir oft blöskrað að sjá, hvernig beztu stúlkur
geta oft fallið í hendur lítilsigldra manna- Líka sætir það
furðu, hvernig glæsilegustu piltar geta lagt lag sitt við
stúlkur, sem standa þeim óralangt að baki. Þetta fljót-
ræði æskuáranna hefnir sín á fúllorðinsárunum, jafnvel
þótt sjúkdómar hafi ekki hlotizt af.
Orsökin til þess, að svo illa tekst til, er rnjög oft sú, að
samvistir takast með pilti og stúlku, án þess að þau viti
veruleg deili hvort á öðru.
Forfeður vorir höfðu þetta á annan hátt. Þá sáu for-
eldrarnir börnum 'sínum fyrir gjaforði að vandlega at-
huguðu máli; og í elzta menningarríki jarðarinnar, Kína,
helzt sá siður enn í dag og þykir gefast vel. Þótt ólíklegt sé,
að sú stefna verði upp tekin á ný í Evrópulöndum, þá er
hitt víst, að oft gæti það afstýrt óhappi, ef ungt fólk vildi
hafa þá eldri, sem reynsluna hafa að baki sér, meir í
ráðum með sér en nú tíðkast.
Ýmsir unglingar standa í þeirri trú, að þáð sé náttúr-
unnar lögmál, að maður eigi að svala kynhvöt sinni strax
og hann er kynþroska, og að annað sé skaðlegt heilsunni.
Þessu er þó engan veginn svo farið, að dómi hinna þekkt-
ustu heilsufræðinga, sem um þessi mál hafa ritað.
Algjört skírlífi er engum heilbrigðum manni óhollt,
livorki karli né konu.
Þegar menn gera sér grein fyrir, hversu geysimikið hver
sá unglingur á í hættu, sem á æskuárum missir taum-
hald á ástríðum sínum, verður það auglj óst, að hollara ráð
er ekki hægt að gefa æskumanni og konu en að gæta skír-
iífis, þar til þau hafa fundið þann maka, sem þau eftir
langa viðkynningu hafa komizt að raun um, að sé sá
heppilegasti og bezti lífsförunautur, sem þau geta kosið
sér.
Þetta kann að þykja fátæklegt hollráð frá nútíma
Heilbrigt líf — 10
147