Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 36
lækni, en þó verð ég hreinskilningslega að játa, að eftir
margra ára læknisstarf get eg ekki lagt ungu fólki holl-
ari ráð í kynferðismálum.
Að lokum þetta: Ef í óefni er komið, ef þið hafið ratað
í kynvillur eða fengið kynsjúkdóm, þá örvæntið ekki. Það
er aldrei of seint að snúa við, og sjaldan er svo illa komið,
að ekki megi ráða bót á. En, sé grunur um sjúkdóm, þá
leitið tafarlaust læknis. Þar getur munað miklu um hvern
dag, sem líður.
Bréf lesendanna
1) Er áslæða til þess að kosta til viðgerða á brunniim barna-
tönnum, sern eiga hvort eð er fyrir sér að fara forgörðum? (Kona
í Vestnrbænum, S. (i.).
. .Svar: Já, fyrir alla muni, því að, sé vanrækt að fylla holurnar,
kann barnið að missa skemmdu tennurnar óður en það tekur
samsvarandi fullorðinstennur. Af því getur hlotizt óregluleg tann-
setning, og svo getur átt sér stað, að skemmd barnstönn sýki þá
tönn, sem undir henni er falin í kjálkanum.
2) Getur ungbarn kviðslitnað af hörðum grátköstum? (For-
vitin, ung móðir, G. G.).
. .Svar: Nei, tæplega. En grátur og hljóðaköst og harður hósti
getur orðið til þess, að meðfætt kviðslit komi fram, sem ekki
bar á áður.
3) Spurningar frá (i. M,- Siglufirði:
a) Hefur K-fjörvi hlotið nafn sitt vegna þess, að danska orðið
á storknun („Koagulation") byrjar á K?. - Svar: Nei, fjörvi
þetta var næst í stafrófsröðinni af nýjum fjörefnum.
b) Hafa ekki fyrstu vítamínin, sem fundust — A, B, C og D —
sérstök heiti, önnur en bókstafsheitin? Svar: Jú, hver bók-
stafur er samnefni fyrir ýmis efni, og vísast til greinarinnar
„Ævintýri B-vítamínanna“, Heilbr. Líf, 3. 4. h., 1941.
c) Út af óeðlilegri blóðstorknun er spurt: „Hvernig færi, ef
„prothrombin" væri til staðar í blóðinu, en ekki „fibrin“? -
Svar: Pað á sér ekki stað, að storknunarefnið „fibrin“, þ. e. a. s.
„fibrinogen" vanti í blóðið.
Lesendum Heilbrigðs Lífs er velkomið að senda fyrirspurnir,
og verður reynt að svara þeim eftir beztu getu.
148
Heilbrigt líf