Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 37
Pálmi Hannesson,
rector:
LESIÐ I BOLLA
Það er list fyrir sig að lesa í bolla. -— Sumir geta séð
þar fyrir óorðna hluti, einkum hjónabönd og bætur, en
einnig óhöpp og misfelli. Ekki kann ég þetta. En fyrir
nokkru var ég að velta því fyrir niér, hvað ég ætti að ræða
við ykkur í kvöld. Á borðinu hjá mér stóð kaffibolli. Mér
varð litið á hinn dökka, ilmsæla lög og horfði á hann
stundarlengi. Mörgum myndum brá fyrir á skjálfandi flet-
inum, furðulegum myndum af framandi löndum og dimm-
leitu fólki. Loks sá ég þar kaffikarlinn sjálfari. örlítinn,
kankvísan anga, sem sagði: ..Kjóstu mig. kjóstu mig, og
þá skal ég raða fyrir þér öllum myndunum“. Ja, því
skyldi ég ekki kjósa hann? Og svo svifum við út um víða
veröld, alla leið til Brasilíu. Þar nemum við staðar og lit-
ums.t um. Landið er mishæðótt. breiðir dalir og aðlíðandi
hálsar, en við austur rísa fjöll í blárri móðu, og skýja-
bólstrar yfir. Annars er loftið heiðskírt og hitinn mikill.
Sólin logar hátt á norðurhimninum, því að við erum á
suðurhveli jarðar. Umhverfis hið næsta er skógur eða
skrúðgarður. Hávaxnir viðir og skuggsælir rísa þar í
strjáium röðum. en milli þeirra er þéttskipað lægri trjám
eða runnum, um þrír metrar á hæð og allir einnar
tegundar. Þetta eru kaffitré, Arabíukaffi, coffea arabica,
eins og þau heita á máli grasafræðinnar. Og við skulum
nota tækifærið og athuga einn teinunginn. Hann er bein-
vaxinn og stinnstofna, en heldur grannur, blöðin gagn-
stæð, dökkgræn að lit, dálítið þyrkingsleg eða skinnkennd
og eigi allstór. Ofan við þau. í blaðöxlunum, standa krans-
ar hvítra og angandi blóma. En sums staðar. einkum neðst
Heilbrifft Uf
143