Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 39
ljósklæddum mönnum við iðju sína. Fyrir nokkrum árum
hafa þeir sáð til kaffitrjánna og gróðursett hina hávöxnu
viði til að vernda þau fyrir vindum og sólarbruna. Og nú
bíða þeir þess, að kaffiberin roðni og þroskist, því að
undir kaffinu er kominn farnaður þeirra og framtíð. —
Það er þeim þorskur og síld. — Ef allt fer með felldu, fá
þeir þrjár uppskerur yfir árið eða jafnvel fjórar.
Við skulum nú aftur svipast um. Á alla vegu, eins langt
og greint verður gegnum hitamistrið, breiðast kaffiekr-
urnar um hæðir og hálsa. En niðri í dölunum og á víð
og dreif um hlíðarnar dotta bæir og þorp í litlum rjóðrnm,
og milli þeirra vindast hvítir vegir. Þannig er háttað
dal af dal, hérað eftir hérað, um óravíðar lendur, enda' er
Brasilía mesta kaffiland veraldarinnar.
Nú er sólin gengin til vesturs og verpur glampa á
árbug;ana úti í dölunum. ViS fáum okkur sæti í forsælu
undir vænum viði, og kaffikarlinn segir þessa sögu:
Langt austur í Afríku er ættland mitt. Það liggur suSur
frá Abbessiníu og heitir Kaffa, fagurt f jallaland með heitu
loftslagi, en heldur þurru. Skógar eru í hlíðum, en hávaxið
gras á sléttum og í dölurn, mannabyggðir litlar, en margt
um villidýr. Þar, og víðar um hálendi Afríku, vex kaffið,
ósáið og óræktað. Á þessum slóðum á það allt sitt nánasta
frændlið, og þaðan hefir það lagt undir sig löndin.
Kaffitréð er af möðruætt og á því til frændsemi að telja
við gulmöðru og hvítmöðru í gróðurríki íslands. Það er
hitabeltisplanta og þrífst bezt til fjalla, þar sem hitinn er
að jafnaði 18—22° og úrkoma ekki mikil. 1 Afríku vaxa
ýmsar tegundir af ættkvísl kaffisins, allt sígræn tré eða
runnar, og eru sumar ræktaðar, t. d. Líberíu-kaffið. Það
er hávaxið tré og gefur af sér stórar baunir. En kaffi-
tréð sjálft, Arabíukaffið, þykir þó langbezt, enda er það
algengast.
Nú er að segja frá sigurför hins svarta vökva. — Eigi
er kunnugt, hvernig kaffineyzla hófst eða hvenær. En
munnmæli telja, að menn hafi lært hana af sauðfé. Á
þeim tíma árs. er kaffiberin þroskast, gerðust kindurnar
15!
Heilbrigl líf