Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 40
fjörugar fremur venju. Urðu þá einhverjir hirðanna til
þess að reyna berin líka, og áhrifin sögðu til sín. En
með því að hvorugt. var lostætt, ber eða baunir, þá læröist
hitt af langri reynslu að brenna baunirnar og drekka af
þeim seyðið. — Hitt er víst, að á 15. öld hafði kaffi vcrið
drukkið í Abbessíníu frá ómunatíð. Þaðan barst svo þessi
munaður til Arabíu og síðan til annarra landa Múhameðs-
trúarmanna. I þessum löndum voru guðsþjónusturnar lang-
ar, og þótti því gott að ía sér ósvikinn kaffisopa, áður en
farið væri til tíða. Síðar tcku hinir trúuðu að koma saman
til kaffidrykkju og lásu þá á meðan upphátt úr Kóraninum
til skiptis. Varð þetta alsiða í Egyptalandi, því að Múha-
meðstrúarmenn mega ekki neyta áfengis, svo að kaffið
kom sér vel í staðinn. En, er bænahúsin tæmdust af þessu,
risu prestarnir upp, kölluðu kaffið argasta áfengi og
siðspillingu og fengu það bannað. enda kom það til, að
ráðamönnum þótti ýmsir cbreyttir þegnar gerast heidur
munnhvatir um stjórnmál, er þeir höfðu örvað sig á kaffi.
En boð og bönn dugðu skammt. Kaffið vann sér hylii með
háum sem lágum. Arabar tóku að rækta það í sjálfu ætt-
landi spámannsins og selja um allar jarðir. Og enn i
dag er það aufúsudrykkur með sonum Islams. Þeir sötra
það með fjálgleik, svart og sykurlaust, en lútsterkt.
Frá Aröbum fluttist kaffið til Tyrkja og Evrópumanna.
Laust eftir miðja 16. öld var stofnað kaffihús í Istambul
(Miklagarði). Fleiri komu á eftir, en síðan voru þau bönn-
uð. unz vesírunum var veíttur hluti af ág'óða þeirra. Þá
varð það síðar, að stórvesír nokkur fór einhverju sinni á
kaffihús að kvöldi dags og var dulbúinn, því hann vildi
hlýða til, hvað talað væri í borginni. En, er hann heyrði
hvarvetna ádeilur á sjálfan sig. gerðist hann svo reiður.
að hann lét loka öllum kaffihúsum. Það bann stóð þó stvtt,
því að soldán samþykkti það ekki.
Undir rniðja 17. öld kom upp kaffihús í Feneyjum, og
á næstu áratugum í flestum löndum álfunnar öðrum.
Yiðast vöktu þau deilur og voru stundum bönnuð. Þóttu
þau vera samhlaupsstaðir óeirðarmanna um stjórnmál
152
Heilbrigt líf