Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 42
mislita klúta um mitti og háls. Sumir hrista trén eða
slá með löngum prikum í aldinklasana, en aðrir tína berin
upp og láta þau í stórar kerrur, sem uxar draga. Við tökum
okkur fari með einni kerrunni, setjumst ofan á berjahrúg-
una, og ökum í kaupstaðinn. Þar koma íbyggnir matsmenn,
sem athuga kaffið, skipa því í flokka og vega það, sem í
vagninum er. Sagt er, að sumir haf'i það til að lita berin,
því að matið fer mjög eftir stærð og lit, en rauð ber þykja
bezt. Nú lendir kaffið í stórum hlöðum, og næst þarf
að þreskja það, ná baunum úr berjum. Áður fyrr var sú
aðferð höfð til þess, að berin voru breidd í sól, unz þau
skrælnuðu. Síðan voru þau lamin með löngum kylfum, svo
að aldinkjötið sprakk og molnaði, en baunirnar þeyttust
burt. Nú er annar háttur hafður á þessu. Berin eru sogin
inn á milli ósléttra valta, sem snúast í sífellu, en eru
stilltir svo, að þeir taka burtu aldinkjötið, en þyrma baun-
unum og pergamentslaginu utan um þær. Stundum er ekki
meira að gert um sinn, en þetta „pergamentskaffi" er
geymt og selt milli landa. Að öðrurn kosti eru þessir aldin-
kjarnar látnir renna út í stórar þrær með vatni í. Þar er
þeim dreift með hrífum eða klárum og snúið öðru hverju.
Grotnar þá pergamentlagið og silkihimnan sundur á
nokkrum dögum, en baunirnar sjálfar verða eftir. Að
þessu lóknu eru þær þvegnar vandlega í rennandi vatni,
þurrkaðar við sói eða heitan loftstraum, en kusk og
skemmdar baunir tíndar úr sem má. Nú eru baunirnar
látnar ganga gegnum hola, götótta sívalninga. Snúast þeir
með miklum hraða, og baunirnar þeytast út unvgötin,
fyrst hinar minni, en þær stærri síðar. Þannig eru þær
aðgreindar eftir stærð. Svo er kaffið sett í poka. pokunum
ekið í vöruskemmurnar og hlaðið í háa stafla, með geilum
á milli, líkt og götur séu í borg. Helzt þarf að geyma kaffið
'alllengi áður en það er selt, því að þá batnar það. en léttist
nokkuð, einkum fyrst í stað, oft allt að tólfta hluta á
fyrsta ári, því að baunirnar eru lifandi, þrátt fyrir allt.
og verða að nærast á þeim f'orða, sem náttúran hefir lagt
þeim til.
154
lleilhdgl lif