Heilbrigt líf - 01.12.1943, Blaðsíða 44
það við neyzlu og verða sólg'nir í það, svo að sumir mega
ekki án þess vera. Fáum er það hollt, allra sízt börnurn og
unglingum, en um slíkt er sjaldan spurt, þegar ífíknin
er annars vegar. Ekki kemur þó kaffinu hinn alkunni
ilmur og bragð af coffeininu, heldur öðru efni, sem
myndast i því, þegar það er brennt og heitir kaffiolía
eða Jcaffeol. Það rýkur burt, og dofnar því brennt kaffi
við geymslu. Við brennsluna losna úr kaffinu ýmis efni,
sem óbragði valda og vondri lykt, auk þess sem kaffeolið
myndast þá. Verður því að hita svo mikið, að þau fari,
en ihins þarf þó að gæta, að hitinn verði ekki of mikill
né ör, því að þá kolast baunirnar, kaffeolíð rýkur burt
og kaffið verður rammt af kolasmekk. Kaffibrennslan er
því mikið vandaverk, ef vel á að takast, og varðar það
mjög miklu, að kælt sé nógu fljótt og rækilega, þegar lokið
er, því að annars tapast kaffeol að óþörfu, — Til eru
nokkrar kaffitegundir, sem ekkert coffein er í, en hafa
ilm og bragð sem annað kaffi. Það er þó lítið notað tnn
sein komið er, nema helzt af fólki, sem ekki þolir coffein
eða vill venja sig af því. — Fiestir sækjast eftir áhrifunum
og kæra sig kollótta um allt coffein. Og ekki verður því
neitað, að kaffið er einna meinaminnst þeirra eiturnauina,
sem mennirnir hafa vanið sig á og berast frá kyni til kyns.
Nú finnst mörgum skammtur sinn skorinn um of, og' þó
eru flestar aðrar Evrópuþjóðir stórum verr farnar en
við að þessu leyti sem öðru, því að þær hafa alls ekkert
kaffi, er því nafni tjái að nefna, eða þá aðeins örlítið til
hátíðabrigða. En Brasilíumenn eiga sl'íkar ofurgnægtir,
að þeir keppast við að finna aðferðir til þess að eyða þeim.
Þeir eiga að minnsta kosti sex miljónir kaffisekkja, sem
enginn vegur virðist að selja. Þó keyptu Bandaríkjamenn
nýlega af þeim tólf miljónir, en geta ekki flutt, fyrr en
um hægist með skipakost, og hafa því sjálfir hvergi nærri
nóg. — Þannig er stríðið og það allt.
Kaffikarlinn minn var nú orðinn stúrinn á svipinn og
hvarf ofan i bollann. En ég sat eftir við skrifborðið og
horfði á hinn dökka vökva, sem skalf enn við barmana. —
156
Ilcilbrigt líf