Heilbrigt líf - 01.12.1943, Side 45
Og nú vil ég að síðustu nota tækifærið og þakka öllum
þeim ágætu húsfreyjum og heimasætum, víðs vegar um
landið, sem fyrr og síðar hafa veitt mér margan góðan
kaffisopann. Megi aliir þeirra skammtar endast lengi og
vel.
(Ctvarpserindi, öskud. ’43.)
Bágar horfnr í Skotlandi
Ni'itíúrulækningafélagið hefir gefið úl bækling, er nefnist ,.Mat-
ur og megin", eftir A. Wiierland, sem er e. k. trúboði náltúru-
lækningamanna í Svíþjóð. Kjöt, fiskur og egg er allt talið vara-
samt fyrir beilsuna. Höf. mætir m. a. með, að gerður sé grautur
úr ósoðnum liöfrum og telur þá liafa verið undirstöðumat Skota
meðan þeir voru og hétu. En nú er bágt í efni lijá skozku þjóð-
inni (bls. 48). Mún liefir horfið frá hráa hafragrautnum „og
afleiðingin er sú, að tennurnar hrynja úr þeim, vöðvabyggingin
rýrnar og beinin verða veikari. ()g nú er skozka þjóðin undir-
orpin Hkamlegri hrörnun og tilheyrandi magakrömpum, bícgða-
tregðu, mænuveiki og krahbameini. Þetta er einhver mesta barm-
saga, seni gerzt hefir í Evrópu." Svo mörg eru þau orð I
Bókarinnar verður nánar getið i næsta hefti „Heilbr. tdfs'‘.
Innlendur iðnaður
Félag íslenzkra iðnrekenda fagnaði 10 ára afmæli sinu í
febrúarmán. s. 1. í því tilefni lét forseti félagsins svo um mælt
við blnðamenn: Það á t. d. að vera þjóðarstolt hvers ís-
lendings að bafa í sínum húsum húsmuni, sem búnir eru til liér
á landi af islenzkum böndurn og íslenzku liugviti. Við 'erum
komnir svo langt í þessari iðn, að hingað til lands koma ekki
fegurri eða betri hlutir en þeir, sem við getum búið til.“
Það er ekki hægt að bera íslenzkum iðnaðarmönnum betri
ósk, en að þeir losi sig sem fyrst við þann misskilning, að fram-
leiðsla þeirra slandi jafnfætis 1. flokks útlendum iðnvörum.
Sjálfbirgingsskapur er ekki vænlegur til frama og þroska.
Heilbrifjl lif
157