Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 48
Við framleiðsluna er séð fyrir því, að fitan þráni ekki við
geymslu og er það auðveldara við undanrennuduft, sem
reyndar er mest notað víða erlendis. Eigi þurrmjólkin
að haldast óskemmd í heilt ár eða svo, þarf hún að geymast
í dósum með köfnunarefnislofti og á svölum stð.
Skv. vinsamlegum upplýsingum frá U. S. Health Ser-
vice, National Institute of Health, Washington, f. milli-
göngu íslenzk sendiráðsins þar, hafa ritstj. borizt eftir-
farandi upplýsingar:
Þurrmjólk kemur algerlega í stað óunninnar mjólkur við
alls konar matargerð og er líka notuð handa sjúklingum
og ungbörnum. Hún er jafnvel talin auðmeltari en venju-
leg mjólk vegna þess, að ystingur þurrmjólkurinnar, þegar
í magann kemur, er sérlega smágerður. Mjólkin missir ekki
gildi sitt að öðru leyti en því, að C-fjörvi er ekki teljandi í
duftinu, og má búast við að það fari að mestu forgörðum
við vinnsluna. í Vesturheimi er þó iítið lagt upp lir því,
þar eð nóg er þar um garðamat og nýja ávexti.
Það er einfalt verk að búa til mjólk úr mjólkurduftinn
til drykkjar og annarrar notkunar, og hefir ritstj. átt kost
á því hér í bænum. 130 gr. af þurrmjólkinni er hrært
kröftuglega eða þeytt í 1 lítra af köldu vatni og bætt í
ögn af matarsalti og vanilju. Þetta þarf að jafna sig á
svölum stað í 6—8 klst. eða lengur, og reynist vel að
blandan standi í kæliskáp, þar sem hann er til. Vilji menn
nota mjólkina sem rjóma-ígildi, er notaður meiri skammt-
ur af duftinu. Þurrmjólk in er góð á bragðið og eins og sér-
lega kostagóð nýmjölk, ef ríflega er notað af duftinu.
Ekki neinn keimur líkt og af dósamjólk.
Það gefur að skilja, að þessi mjólk er mjög hreinleg
vara. Duftið er auðvitað fullkomlega hreint, og óhrein-
indi og sýklagróður á ekki að geta komið til greina við
tilbúninginn.'Og ekki þarf að kosta til sérstakra mjólk-
urbúða til sölu á þurrmjólk.
160
Heilbriijl líf