Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 49
Þurrmjólkin er ekki ný á markaðnum og hefir verið
framleidd víðar en í Bandaríkj unum. Hollendingar höfðu
t. d. utflutning á mjólkurdufti. Seldist það m. a. tíl Norð-
ur-Noregs og í önnur harðbalalönd, þar sem ekki drýpur
smjör af hverju strái eins og í Hollandi.
Væri ekki tiltækilegt fyrir bændur á Suðurlandsundir-
lendinu að framleiða þurrmjólk? Mjólk er hér á landi —
og svo mun reyndar víðar — hápólitísk vara. Stjórnmála-
mennirnir hafa komið þvi svo fyrir. að greitt hefir verið
fyrir mjólkursölu til höfuðstaðarins úr fjarlægum sveitum.
En bændur nærlendis Reykjavík hafa orðið fyrir slík-
um búsifjum af hendi löggjafanna, að búrekstur þeirra
hefir gengið saman. Obbinn af sölumjólk í Reykjavík er
gömul vara, langt að komin, sem stenzt einatt ekki rétt-
mætar kröfur um mjólkurgæði.
Ef neytendur mættu leggja orð í belg, mundu þeir óska
þess, að eitthvað væyi gert annað við mjólk í fjarlægum
sveitum en strekkja við að selja hana „nýja“ í Reykjavík.
En, að svo yrði greitt fyrir framleiðslunni í nágrenni
bæjarins.
Vilja bændur austanfjalls ekki athuga þann möguleika
að framleiða þurrmjólk eystra í stað þess að aka mjólk-
inni um larigan veg, og oft illfæran, til Reykjavíkur?
Stríðið hefir orðið til þess, að ófriðarþjóðirnar hafa
hyllzt til þess að hafa sem minnsta fyrirferð á ölium
matvælum, vegna þess að þröngt er um skipakost. Banda-
menn hafa varpað fram þessari spurningu: Why ship
water overseas ? þ. e. a. s. Hví skyldum vér láta vatn taka
upp skiprúm okkar um heimshöfin? Til flutningssparnað-
ar er nú þurr matur framleiddur og fluttur í stórum stíl:
þurrmjólk, þurrkaðir ávextir, eggjaduft, þurrkaðar baun-
ir o. s. frv., handa heriiði í fjarlægum iöndum.
Nú gætu mjólkurbændur austanfjalls með sama rétti
varpað fram þeirri spurningu: Hvers vegna skyldum vér
Heilbrigt líf
181