Heilbrigt líf - 01.12.1943, Page 50
halda áfram uppteknum hætti að aka mjólkinni með mikl-
um tilkostnaði til Reykjavíkur — 87% af henni er vatn!
— og koma henni þó ekki ógallaðri á markaðinn?
Samkvæmt opinberri skýrslu forstjóra mjólkursamsöl-
unnar fyrir s.l. ár tók mjólkurstöðin í Reykjavík á móti
7.663.064V2 lítra af mjólk, og má gera ráð fyrir, að af öllu
þessu magni sé ca. 6.666.866 lítrar vatn. Þessu vatni er
ekið til Reykjavíkur, og geta kunnáttumenn um flutnings-
kostnað gert sér grein fyrir honum. (I þurrmjólk eru ckki
nema um 2% vatn). Vitanlega er ekki öll mjólkin — og
allt vatnið — flutt austan um Fjall. En sundurliðun á því
sést ekki í skýrslu samsölunnar, og er ritstj. því ókunnugt
um þæi" tölur.
Málið er til athugunar fyrir bændur. Það væri fróðlegt,
að gerð yrði kostnaðaráætlun um þurrmjólkurstöð austan-
fjalls. Reykvíkingar myndu fúslega nota mjólkurduftið.
Frá sjónarmiði neytencla er ekki annað við það að athuga
en að C-fjörvi fellur burtu, en það má bæta sér upp með
því að neyta meiri jarðepla. Og ólíklegt er, að ráðamenn
þessa lands vitkist ekki einhvern tíma svo, að þeir létti
undir innflutning ávaxta og afnemi tolla af þeim.
Ef landbúnaður Suðurlandsundirlendisins á framtíð fvr-
ir sér, ætti hann á fáum árum að færast það í aukana, að
bændur einblíni ekki á Reykjavíkurmarkaðinn, sem reynd-
ar fær ekki ætíð næga mjólk. Það er vitanlegt, að sums
staðar hér á landi ( á Vestfjörðum og Austurlandi) búa
rnenn í fjölmennum þorpum og kauptúnum, en verða að
láta sér lýnda mjólkurskort vegna þess að graslendur vru
litlar og samgöngur erfiðar við búsældarsveitir. Á slíkum
stöðum mundi verða sala á þurrmjólk. Og vilji menn
setja markið enn hærra, má benda á, að þurrmjólk er
vara, sem eftirspurn er að á heimsmarkaðnum.
Ritstj. telur því tímabært, að réttir aðiljar taki þetta mál
til gaumgæfilegrar athugunar.
162
Heilbrial Uf