Heilbrigt líf - 01.12.1943, Qupperneq 51
Ein hin ábyrgðarmestu störf, sem lækn-
Lýðræðí um eru faiín eru lækningarnar í siúkra-
i oígum. ’
húsum landsins og veltur á miklu, að
í slíkan sess séu skipaðir færustu menn. Ungir læknar,
margir hverjir, afla sér rækilegrar menntunar ár-
um saman erlendis til fullkomnunar í ýmislegum sérgrein-
um læknisfræðinnar, t. d. skurðlækningum, og er mikils
um vert fyrir allan almenning, að geta síðar notið þekking-
ar þessara lækna við sjúkrahússtörf.
Flest sjúkráhús landsins, önnur en ríkisspítalarnir, eru
eign bæjaiv eða sýslufjelaga, en spítalalæknarnir kosnir af
bæjarfulltrúum eða sýslunefndarmönnum. Eins og gefur
að skilja, er þeim alveg um megn- að gera sér fræðilega
grein fyrir hæfni umsækjenda, og munu stjórnmál, eða
annað því líkt, einatt ráða nokkru um sjónarmið fulltrú-
anna við slíkar veitingar. Sem dæmi má nefna, að nýlega
var veitt yfirlæknisstaða við sjúkrahúsið í einum af fjöl-
mennustu kaupstöðum landsins. Umsækjendur voru tveir.
Annar hafði eingöngu stundað almennar iækningar og
ekki aflað sér menntunar fram yfir það, sem lög bjóða til
þess að öðlast réttindi til að sinna læknisstörfum. Hinn
hafði stundað framhaldsnám í erlendum sjúkrahúsum ár-
um saman, og verið því næst aðstoðarlæknir í 5 ár á hand-
læknis- og röntgendeild Landspítalans, og aflað sér þann-
ig sérmenntunar sem skurðlæknir'. Hann hreppti að vísu
embættið sem spítalalæknir kaupstaðarins; en við atkvæða-
greiðslu í bæjarstjórninni hafði hann aðeins 1 atkvæái um-
fram hinn umsækjandann, og geta menn af þessu ráðið,
hve tryggilega er búið um hnútana.
Málinu er ekki viðunanlega komið, nema heilbrigðis-
stjórnin veitti þessar læknisstöður og sé þá ekki vikið frá
tillögum landlæknis, sem (ásamt læknaráði) taki ákvörðun
í slíkum málum. Líka gæti komið til mála, að landlæknir
Heilbrigt líf — 11
163