Heilbrigt líf - 01.12.1943, Síða 52
raðaði eftir hæfni þeim umsækjendum, sem kæmu til
greina. og mættu bæjarfulltrúar þá velja milli þeirra.
Lagfæring á núverandi fyrirkomulagi er ekki einasta
réttlætismál gagnvart umsækjendum. En hið opinbera
ætti að gera sitt til þess, að almenningur eigi kost á að leita
læknishjálpar hæfustu manna, sem völ er á, í yfirlæknis-
stöður spítalanna.
Áfengisnautn lætur íslendingum yfirleitt
Afengismalm.
illa og setur ljótan blett á þjóðlífið. Of-
drykkjumemiirnir eru út af fyrir sig. Vandræðin, sem þeir
va'da, eru þau sömu hér sem erlendis. En nitt er sérstakt,
hve ýmsum íslenzkum mönnum, sem engan veginn geta tal-
izt drykkjumenn, er ósýnt um að fara með vín, nema minnk-
un sé að. Það er ófagurt að líta yfir drukkna menn í tugatali
um helgar á Þingvöllum eða á íþróttamótum í sveitum. Og
flestii’ þeirra teljast ekki til ofdrykkjumanna í venjulegum
skilningi („kroniskir alkoholistar"). En þetta fólk dregur
opinbert líf ofan í sorpið.
Talsmenn Góðtemplara telja málið einfalt — það sé
ekki annað en loka áfengisbúðum ríkisins. Þar með sé
áfengi horfið og drykkjuskapurinn úr sögunni. Þetta er
mikill misskilningur, en nánar verður ekki farið út í þá
sálma hér. Reyndar er það álit margra, að ekki sé æskilegt
að áfengi hverfi, því að hóflega drukkið vín gieður manns-
ins hjarta.
Hið almenna hófleysi landsmanna í notkun áfengis, allar
hömlurnar — sem þó koma að litlu liði — og hið uppskrúf-
aða vínverð, bitnar líka á heimilunum að því leyti, að hér
á landi er aldrei á boðstólum verulega ódýrt matarvín
eins og víða erlendis. En íslenzk matargerð er æði frum-
stæð, sumpart vegna þess, að svo fáar tegundir matvæla
eru hér á boðstclum, sumpart vegna þess, að vín vantar
til matreiðslu. Þetta vandræðaástand í áfengismálum gerir
164
lleilbriiil líf